Skírnir - 01.01.1923, Side 32
Sklrnir]
Magnn* Stepheneen
23
höfðu orðiðf'um landstjórnarmáliu og tilboð Dana, höfðu
landahöfðingja stundum hrotið hreinmannleg orð af vör-
um í þingræðunum. Mörgum mun vera minniastætt, þeg-
ar hann kom með þesai vísuorð úr Æneasdrápu Virgils:
Quicquid id est, timeo Danaos1) et dona ferentes.
I samsæti því, sem haldið var 1. Febr. 1904, bæði
til að kveðja landshöfðingja og fagna stjórnarbótinni,
mælti prófessor Eiríkur Briem fyrir minni hans, og fór-
ust honum meðal anriars orð á þessa leið:
»Þegar landshöfðingi Thorberg féll frá, þá spurðu
menn ekki um, hver þá mundi verða landshöfðingi, því
Magnús Stephensen var svo kunnur að yfirburðum, skarp-
leika, kjarki og dugnaði, að sjálfsagt þótti að hann, og
einginn annar, mundi verða það. Og þessa yfirburði sína
hefir hann fyllilega sýnt sem landshöfðingi. Staða lands-
höfðingjans sem milliliðs milli ráðgjafans annarsvegar
og þings og þjóðar hins vegar var þýðingarmiki) og
vandasöm, en þó hefir hún verið það sérstaklega þann
tima, sem Magnús Stephensen hefir haft það embætti á
hendi, því að einmitt um það leyti, sem hann tók við,
voru menn farnir að finna til þess, hve stjórnarfyrirkomu-
lag það, sem ákveðið var með stjórnarskránni 1874, var
ófullkomið. — — I embætti sínu hefir hann því vissulega
haffc marga erfiða áhyggjustund, en nú viljum vér votta
honum þakkir fyrir alt það, sem hann hefir unnið til
gagns fyrir þjóð vora. Eg vil ekki fara að telja upp
einstök atriði því viðvíkjandi. Það yrði oflangt mál. Eitt
vil eg þó nefna, en það er, hve landssjóðurinn hefir not-
ið góðrar umsjónar undir hans hendi, og hve honum er
það mikið að þakka, að vér erum í efnalegu tilliti sjálf-
stæð þjóð«.
Svarræða landshöfðingja þá, er hann' sneri upp; í
minni fyrir íslandi, var öll hin merkilegasta, þótt ekki
*) Danai, sem merkir Grikki hjá skáldinu, mnn minna flesta á Dani,
og, að fuggnr sé honnm á þeim, og eins þótt þeir hafi gjafir færandi
'hendi.