Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 33
24
Magnús Stephensen
[Skirnir
sé tilfært hér annað úr henni en eptirfarandi kafli, sem
er ærið eptirtakanlegur:
»Þegar landshöfðingjaembættið losnaði fyrir 18 árum
síðan yið hið sviplega fráfall Bergs sáluga Thorbergs, og
mér var boðið að verða eptirmaður hans, var eg í mikl-
um vafa um, hvort eg ætti að taka því boði; eg hafði
aldrei haft ágirnd á því embætti, bæði af þvi, að eg fann
mig ekki manu til að þjóna því, og mér hafði altaf fund-
izt, að landshöfðinginn, — ef eg mætti svo að orði kveða,
— væri eins og lús á milli tveggja nagla, naglarinnar á
Alþingi og naglarinnar á stjórninni. Það var annað em-
bætti, sem eg hafði augastað á, og sera eg hafði útlit
fyrir að geta feingið, en það var justitiarius-embættið við
landsyfirréttinn. En bæði ráðgjafinn, sem þá var, Nelle-
mann, og departementsdirektörinn í íslenzka stjórnarráð-
inu, Hilmar sálugi Stephensen, frændt minn, lögðu mjög
fast að mér að taka við embættinu, og fullyrtu, að neitun
frá minni hálfu mundi setja stjórnina í mesta vanda. Svo
þori eg ekki að bera á móti því, að fordildiu, að verða
æðsti embættismaður landsins og hin góðu laun embættis-
in8 og væntanlegu eptirlaun fyrir mig og konu mina, hafl
haft nokkur áhrif á mig; en það, sem reið baggamuninn,
var það, að eg gat þá ekki bent á neinn mann, sem væri
sérstakl.ega fær um að taka embættið að sér, og jafnframt
hefði traust stjórnarinnar. En það segi eg satt, að hefði
mig þá grunað, að Hilmar frændi minn yrði eins skamm-
lífur og raun varð á, þá hefði eg ekki tekið í mál að
verða landshöfðingi.1) — — Þrátt fyrir það, þótt skoðan-
‘) Hilmar Stephensen var sonnr Ólafs í Eplatótt; vorn þeir Magn-
ús og hann þvi hræðrasynir. Hafði Hilmar verið nm hrið skrifstofu-
stjóri hjá Oddgeiri frænda sinnm. En þegar Oddgeir lézt 18S5, ári fyrri
en Magnús yrði landshöfðingi, varð Hilmar forstjóri islenzkn stjórnar-
deildarinnar í Höfn. TJt af þvi var þá haldinn fundur meðal islenzkra
stúdenta i Höfn, — fnndarhoð frá þeim er enn einhversstaðar i fórnm
mínum, þótt eg kæmi þar ekki, — til þess að senda Nellemann „kröptugt
prótest11 móti þeirri bíræfni að setja ekki nema hálfíslenzkan mann f
þessa stöðu. Hilmar var ágætismaður, og mesta eptirsjá i honum. Hann,