Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 34
Skirnir]
Magnús Stephensen
25
ir mínar á landamálum séu að ýmsu leyti frábrugðnar
skoðunum þeim, sem nú eru efstar á baugi hér á Jandi,
dirflst eg að hafa þá ímyndun, að eg sé eins góður ætt-
jarðarvinur eins og hver óvalinn Islendingur. Þess vegna
heflr það ávalt verið mín heitasta ósk, að vort ástkæra
föðurland, þar sem vöggur vorar hafa staðið og sem vor-
ar ljúfustu og dýrmætustu endurminningar eru svo ná-
teingdar, mætti blessast og blómgast sem bezt*.
Þegar Magnús Stephensen varð áttræður og eins þeg-
ar hann lézt, var hans minst lofsamlega og rækilega.
Skulu hér nú tilfærðir nokkrir kaflar úr því, og er ekki
til neinna bóta að fara að stýla það um.
Tíminn I, 4.
»Hann var framúrskarandi góður heimilisfaðir, hý-
býlaprúður, forsjáll og tryggur, nákvæmur og raungóður.
Hann var maður gestrisinn, ræðinn og smáfyndinn. En
helzta lundareinkenni hans var trygð, eigi að eins við
vini sína sjálfa, heldur lét hann og börn þeirra og barna-
börn njóta þeirra um alt, sem hann gat. Magnús Step-
hensen er því harmdauði öllum, sem þektu hann*.
Þjóðólfur LXIV, 5.
»Magnús var vitsmunamaður hinn mesti, stór-ment-
aður og víðsýnn, gáfurnar fjölhæfar, skarpar og skýrar,,
fljótur að átta sig á hverju máli, fram úr skarandi minn-
lézt 1889. Varð þá forstöðumaðnr islenzku stjórnardeildarinnar Andreas
Dybdal, aldanskur maðnr, og þá hrærðu íslenzkir stúdentar hvorki legg
né lið til mótmæla. Dybdal reyndist Islendingum flestnm heldnr ógeð-
feldni; var og fremur óásjálegnr maður. Eptir íslenzku stjórnarbreyt-
ingnna 1904 varð hann stiptamtmaður í Vébjörgnm, og þar var hann
1906, þegar för íslenzkra alþingismanna var gerð til Danmerkur. Þá
var Magnús embættislans, en þingmaður og forseti. Var þingmönnum
haldin veizla í Vébjörgnm, og var stiptamtmaður þar svo sem fremstur í
viðtökunefnd. Þegar Magnús kemur auga á stiptamtmann, segir hann
npphátt á islenzku, svo hvar fjarri mátti heyra, enda víst ætlazt til
þess: „Er helvítið hann Dybdal hér?“ Mætti af þvi liklega marka
nokkuð um það, hvílík kyuni Magnús þóttist hafa af honum reynt, og
þvi mnn svo að orði komizt, sem er í ræðu landshöfðingja. En þetta
er hér tilfært eptir sannorðu heyrnarvitni, og er jafngott, þó að þessi
orð geymist.