Skírnir - 01.01.1923, Page 35
26
Magnúa Stephensen
[Skirnir
ugur og manna fróðastur um flest. Það var eins og alt
lægi opið fyrir honum. Hann var ættjarðarvinur mikill,
fastur fyrir og fylginn sér; ræður hans á þingum stuttar
og gagnorðar. Hann var maður alþýðlegur og lítillátur,
laus við prjál og tyldur, ljáfur, fræðandi og skemtinn í
viðræðum, og glaður og spaugsamur í vinahóp*.
Indriði Einarsson i ísa'old XLIV, 23.
»Magnús Stephensen skrifaði stutt; eingu orði né setn-
ingu var ofaukið. Þeir, sem lesa þingræður hans, geta séð,
hvernig hann skrifaði. Fyrir bonum lá málið ljóst og
skýrt, þegar hann tók sér pennann í hönd. Þótt leitað
sé í öllum uppköstum hans til bréfa og lagaboða, bygg
eg, að þar finnist nauraast setning eða orð, sem er stryk-
að yfir. Skrifstofustörfin féllu honum svo óvenju létt úr
hendi .... Það sá þreytuna á Hilmari Finsen og Bergi
Thorberg, þegar þeir voru að semja landsreikningana; á
Magnúsi Stephensen sást ekki þreyta*.
Klemens Jónsson í Lögréttu XII, 16.
»1 samfleytt 36 ár var hann riðinn við alþingi, og
hefur einginn einn maður haft jafnmikil áhrif á þingið og
hann. Meðan hann var konungkjörinn þingmaður, var
hann svo að aegja einvaldur í efri deild, bæði sökum
dugnaðar síns, þekkingar og andlegra yfirburða, en með
því að hann varímeira lagi apturhaldssatnur, einkum að
þvi er fjármál snerti, þá var hann einatt þyrnir í augum
hinna yngri framsóknarmanna. Sem landshöfðingi hafði
hann auðvitað öðruvísi aðstöðu á þingi, en jafnan voru
þó orð hans mikils metin, og á eingan var hlýtt með
raeiri athygli en hann. Þó var hann einginn mælsku-
maður, heldur fremur hið gagnstæða; hann var því aldrei
langorður, en mjög gagnorður og skýr, og hugsunin mjög
ljós, svo hver gat skilið, sem vildi skilja, því hann var
djúp- og skarpvitur maður langt fram yfir það, sem
alment gerist.
Aðalstarf hans var landshöfðingjaembættið. Það var
þýðingarmikið og um leið vandasamt starf. Þegar hann
itók við því embætti, var hann tæplega fimtugur að aldri,