Skírnir - 01.01.1923, Síða 36
Skirnir]
Magnúa Stephenaen
27
og því enn á bezta skeiði; er óhætt að fullyrða, að ekki
hafi þá verið völ á hæfari manni en honum í það em-
bætti, enda rækti hann það með mikilli röggsemd. Hann
hafði mikið starfsþol og vann sleitulaust; átti hann því
sjálfur mikinn þátt í undirbúningi fjárlaga og frumvarpa
stjórnarinnar, því þau komu flest frá honum, auk þess
sem hann varð að gegna daglegum embættisstörfum, sem
voru mjög mikil. Landshöfðinginn var eins og á milli
steins og sleggju, annars vegar var alþingi, en hins veg-
ar yfirstjórnin í Kaupmannahöfn. Alþingi viðurkendi það
yfirleitt, að hann stæði ágætlega í stöðu sinni. Að vísu
þótti hann íhaldssamur, og þingið fór opt miklu leingra,
en hann áleit fært; í fjármálum var bann mjög gætinn,
að eins ríflegur til samgaungumála, því þau vildi hann
efla sem mest hann mátti. Yfirstjórnin í Khöfn bar svo
að segja ótakmarkað traust til hans; um það var mér
persónulega kunnugt um eitt skeið, og hygg, að það hafi
ekki haggazt síðar.
Hann var talinn einn með beztu lagamönuum lands-
ins, og skaði að ekkert skuli liggja eptir hann í lögfræði,
því hann hafði töluverða vísindalega tilhneigingu. Sagn-
vísindi og ættfræði iðkaði hann allmikið, og yfir höfuð
munu það hafa verið fá fræði, er hann eigi bar skyn-
bragð á.
Magnús Stephensen mun að eðlisfari hafa verið tals-
vert örgeðja, og ráðríkur þótti hann opt og einatt, en
hann kunni mjög að stilla skap sitt, og sást því sjaldan
bregða, þótt vegið væri allhvast að honum. í allri fram-
gaungu var hanu jafnan stiltur og kurteis, en gat verið
þungur, ef því var að skipta, og þótti mótstöðumönnum
hans hann vera sér erfiður, en tryggur og öruggur vinur
vina sinna og frændrækinn var hann. Á heimili sínu
var hann hinn hýbýlaprúðasti maður, og í samkvæmum
bæði ræðinn og skemtilegur.
Hann mátti telja lánsmann mikinn um æfina. Hann
komst til hárrar elli, og naut virðingar manna alla æfi.
Hann hafði beztu heilsu til æfiloka, hann komst í æðsta