Skírnir - 01.01.1923, Side 37
28
Magnns Stephensen
[Skírnir
innanlandsembætti, og hafði frá þvi hann fékk embætti
og þangað til hann lét af því, mest áhrif samtíðarmanna
sinna á ýms málefni, og sá góð úrslit þeirra opt og einatt«>
Jón Magnússon í Iðunni, Janúar 1917. Jón var lands-
höfðingjaritari árin 1896—1904:
»Það sem eg tók þá fyrst eptir, og svo hygg eg flest-
um farið hafa, sem kyntust honum, það voru vitsmunir
mannsins og kraptur. — Fjölhæfi gáfna hans og skýrleikur
frábær, greindin fram úr skarandi glögg, og framsetning
gagnorð og með afbrigðum ljós. Hann var allra manna
fljótastur að átta sig á hverju því máli, er fyrir hann
kom. Það varð eg einatt var við. Þegar eg hafði reynt
að greiða, honum til hægðarauka, eitthvert mál, er mér
fanst flókið, þóttist hafa brotið það til mergjar og fór að
reifa málið fyrir honum, þá var það ekki einungis svo,
að mér fanst hann skilja þetta þegar í stað betur en eg,
heldur virtist hann þekkja alt málið út í æsar, og það
þótt eg vissi, að hann hefði ekkert kynt sér það áður.
Um þetta hefir gamall þingmaður, er eg hefi þekt einna
glöggastan á hæfileika manna, sagt í skrifi, óprentuðu, um
Magnús Stephensen: »Fljótasti maður að átta sig allra
þeirra, er eg hefi þekt. Hefði orðið háskalega heppinn
málsækjandi og málverjandi. Eg vil nota litla líking,
ekki svo fjarri sanni. Heilabú hans var hylki með ótal-
mörgum skúffum. Þær féllu út fyrirhafnarlaust af sjálf-
um sér, þegar á þurfti að halda, en svo var vel í þær
raðað, að alt var í réttri skipan, einginn ruglingur í heila
þess manns«. Eg tel þessa líking eiga vel við.
Mönnum fanst til um það, hve mikill aflmaður hann
var. Mér kom það svo fyrir, að í samveru við hann
fyndi maður jafnan til liins mikla afls, er í honum bjó.
Eg á þar aðallega við sálaröflin, festu í hugsun og fyrir-
ætlunum og krapt í framkvæmd. En hann var öflugur
maður bæði tíl sálar og líkama.
Minni i senu jafn sterkt, jafn trútt og jafn fjölhæft
hygg eg eingan samtíðarmanna hans hérlendan hafa haft.
Hann var afarfljótur að afgreiða embættisstörf sín, og hjá