Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 38
Skírnir]
Magnús Stephensen
29
honum lá aldrei neitt stundinni leingur, að minsta kosti
ekki hjá honum sjálfum. Hann hafði því jafnan mikinn
tíma afgangs embættisstörfum, og varði honum mestum
til lesturs, til náms getur maður sagt, þvi að um hann
má segja, eins og sagt var fyrir laungu um annan mann,
að >hann nam alt það, er hann las, og mundi alt það, er
hann nam«. Það ræður því að líkindum, hvílíkum ótæm-
andi fjársjóð allskonar fróðleiks hann safnaði, því að
hann las allskonar fræðibækur og kunni allra manna bezt
að afla sér fróðleiks af samræðum við aðra menn, og var
því sannfróðari um hag manna og háttu hvarvetna á
landinu en nokkur samtíðarmaður hans, að því er eg hygg.
Það sem að franian er talið: vitsmunir hans, skýr-
leikur í hugsun, fróðleikur, glögg og gagnorð framsetning,
og hafa alt á hraðbergi, það kom sér einkarvel á Alþingi.
Þegar þar við bættist festa í fyrirætlun og kraptur í fram-
kvæmd, þá er ekki að furða, þótt hann léti mikið til sín
taka á Alþingi, fram yfir það, sem líkindi voru til vegna
stöðu hans. t Þingræður hans voru annálaðar. Þær eru
stuttar, gagnorðar og frábærlega skýrar, svo skýrar og
skipulegar, hugsunin svo föst og vafningalaus, að sagt
var, að varla hefði getið svo klaufalegan skrifara á þingi,
að hann skrifaði mjög vitlaust ræðu eptir Magnús Steph-
ensen.
Ættrækni og ættjarðarrækt hefir verið mjög rik hjá
honum, Samfara er hjá honum víðskygni, mikil heims-
menning og alislenzkt hugarfar. Honum var mjög ant
um að verjast öllum ágangi á landið utan að, eins og
kom fram allberlega í bankamálinu á Alþingi 1901. Með
þessu hugarfari var aðstaða hans á þinginu stundum all-
örðug, sérstaklega þegar hann varð að koma þar fram í
umboði hinnar eriendu stjórnar, er ekki vildi viður-
kenna réttindi íslands. En svo gat hann komið ár sinni
fyrir borð, að yfirleitt var samvinna hans við Alþingi og
hina erlendu stjórn hin bezta.
Viðmót hans og umgeingni við menn virtist mér vera
þannig, sem hver einn, er við hann átti erindi, mundi