Skírnir - 01.01.1923, Page 39
30
Magnús Stephanien
[Skirnir
helzt kosið hafa, viðræður hans jafnan ógætlega við hæfi
þess, er hann talaði við, og aliajafna um það efni, er
hinum þótti mest skemtun um að tala. Þótt hann skip-
aði æðsta sess landsins, þá var hann jafnan til viðtals
á hverjum tíma dags og hvernig sem á stóð. Feingi hann
að vita, að einhver vildi finna hann, og það stóð á sama,
hvort sá átti mikið eða litið undir sér, þá var hann þeg-
ar búinn til að veita viðtalið, og það þótt hann sæti að
matborði. Man eg það, að konu hans sárnaði stundum,
er hann hafði ekki matfrið. Eg þarf ekki að lýsa því,
hvernig hann fer með gesti sína, umönnun hans um þá,
hve skemtinn hann er. Þeir hafa verið of margir gest-
irnir hans um dagana, til þess að þetta sé ekki alkunna.
Ilann var frábærlega ljúfur og góður heimilisfaðir og
og húsbóndi. Aldrei var hann öðruvísi við okkur, sem
unnum í skrifstofu hans. Mér fanst hann nærri því of
góður, því að eg minnist þess ekki, að hann fyndi nokk-
urn tíma að neinu við okkur. Einn er sá háttur hanss,
sem vert er að geta, af því að það mun nú orðið fremur
fátítt um veraldlega embættismenn, það er kirkjurækni
hans, bann fer i kirkju á hverjum helgum degi.
öll er hátterni hans einkar látlaus. Mann, er lausari
sé við tilgerð eða tildur, getur ekki. Það hefir og verið
örðugt að fá að sýna honum nokkuð almennara en venju-
lega gerist, hver tök hann hefir í hugum manna. Þegar
hann varð sjötugur, vildu menn fá að halda samsæti hon-
um til heiðurs, en það var afsvar frá hans hálfu. Sama
var nú, er hann varð áttræður 18. Október 1916. Það
var með mestu lægni, að það tókst að fá samþykki hans
til þess, að gerð væri nú af honum brjóstmynd í þvi skyni að
setja hana í neðrideildar sal Alþingis gegnt sæti því, er
hann hafði svo leingi þar með sóma skipað. Myndina
gerði Ríkarður Jónsson fyrir fé, er safnað var til þess^
aðallega hér í Reykjavík, og safnaðist á stuttum tíma
meira fé til þessa, en á þurfti að halda. Margir fleiri en
þeir, er í samskotunum tóku þátt, mundu fegnir hafa