Skírnir - 01.01.1923, Síða 40
Skirnir]
Magnús Stephensen
31
viljað sýna Magnúsi Stephensen áttræðum virðingarmerki,
ef þeir hefðu feingið færi á.
Æfiferill hans og embættisferill hefir verið hinn glæsi-
legasti. Framkvæmdar8tjórn landsins var i tíð landshöfð-
ingjadæmisins aðallega í höndum landshöfðingja, og hann
tók mikinn þátt í löggjöf landsins. Magnús Stephensen
hafði mikinn hug á verklegum framförum landsins. Sér-
staklega lét'hann sér ant um samgaungur bæði á sjó og
landi. I hans tíð má segja að fyrst byrjuðu verulegan
vegabætur og brúargerðir. Samgaungur á sjó bötnuðu þá
og afarmikið. Taldi hann greiðar samgaungur að miklu
undirstöðu annara framfara. Sérstaklega 'þótti hann þó
góður gæzlumaður landsstjóðs. Þegar hann skilaði af sér,
nam viðlagasjóður landssjóðs um l'/a miliíón króna.
Heiðursmeikjum hefir hann verið sæmdur, svo sem
sjálfgefið er vegna hárrar [stöðu hans og álits. Þegar
landshöfðingjaembættið var lagt niður, fékk hann stór-
kross Dannebrogsorðunnar, og tók sér þá máltækið:
festina lente^.
Hér við er fáu að auka í ekki leingri grein en hér
getur verið um að ræða. Þó skal eg bæta við iýsingu
Borgens á Magnúsi,1) eins og hann kyntist honum á ís-
lenzku skrifstofunni í Höfn árunum 1863—1870, og voru
óafbökuð orð hans, eptir því sem eg beztman, svo: »saa
overmaade elskværdig var han ikke, men han var
dygtig*. Magnús hefir á þeim árum, ef til vill, ekki
verið alveg laus við »Viðeyjarþóttann« — faðir hans var
alinn upp í Viðey, — en[ Páll sagnafræðingur Melsted
sagði, að það hefði verið »ógnar þóttasvipur* á Viðeyjar-
fólki, það er að segja á konferenzráðinu og fólki hans.
‘) Borgen var afarleingi akrifari á íslenzku stjórnarskrifstofanni- i
Höfn, og alt til þess að knn var lögð niður Í904. Lifði hann leingi eptir
það, og mun ekki hafa dáið fyrri en 1919. Eg heyrði hann aldrei mæla
orð frá munni, nema i þetta eina skipti. Eg hitti hann einan á skrif-
stofnnni, en ætlaði að finna Ólaf Halldórsson, og heið eptir honum, og
)ist Borgen hinn opinspjallasti, og lýsti fyrir mér mörgum
sem á skrifstofunni hefði verið 1 hans tið.
á meðan ger
íslendingum,