Skírnir - 01.01.1923, Side 41
32
Magnús Stephensen.
[Sklrnir
Innri metnaður Magnúsar var án efa mikill, en hann fór
honum vel, af þvi að hann var dulur um sjálfan sig og
yfirlætislaus. Hann gat verið meinyrtur og tilfyndinn, ef
því var að skipta, og fljótur var hann að átta sig á því,
hverju bezt fór á, jafnvel í smámunum.1) Bændafundar-
menn úr Rangárþingi 1905 skoruðu á hann eins og aðra
þingmenn, sem voru með símanum, að leggja niður þing-
mensku. »Þið hafið náttúrlega með ykkur umboð frá þeim
kjósendum, sem heima sitja!« Málið var slokknað, því
að ekkert var umboðið.
Magnús Stephensen var þrekinn vcxti, en meðal-
maður í lægra lagi að hæð; fór þó í margmenni, og
hvar sem hann var staddur, sjálfkral'a og ósjálfrátt,
meira fyrir honum en mörgum þeim, sem meiri voru
vexti. Eptir því, sem lýst er Magnúsi amtmanni Gísla-
syni, langalangafa hans, þá hafa þeir ekki verið ósvip-
aðir á vöxt og jafnvel um fleira. Maðurinn var fyrir-
manniegur, og enni og yfirbragð ættmeitlað úr föðurkyni.
En svo sagði kona, er mundi Þórð prófast móðurföður Magn-
úsar, að þeir hafi verið mjög líkir um niðurandlitið.
____________ J. Þ.
‘) Landsliöfðingi reið i eptirlitsför austnr i sýslnr 1888, alt austur
á Siðn. Þegar þeir landshöfðingi riðn af Mýrdalssandi, komu þeir yið
á Þykkvabæjarklanstri, og hittn, sem þeir riðu heim, gamla konu þar
að þvotti við læk Hún þekti i förinni Olaf umhoðsmann á Höfða-
brekku, ;þvi að hann reið austur með þeim, og spurði hann, hverir höfð-
ingjar væri þar á ferð. Hann sagði eins og var, að það væri lands-
höfðinginn. „Hann er orðinn hærri í heiminum núna, heldur en þegar hann
týndi fyrir mér fingurbjörginni á Höfðahrekku11. Var þetta Guðrún
Sæmundsdóttir prests á Útskálum, þá vetri miður en hálfniræð, glað-
lynd kona og skýr, vel kunnandi fyrir sér um hendur sinar; bafði hún
fyrrum, um 1840, — þá var landshöfðingi 4 vetra piltur, — verið við
sauma á Höfðabrekku hjá foreldrum hans. Mörgum hefði orðið það
fyrst fyrir að rétta hinni gömlu konu nokkrar krónur til endurgjalds
fyrir fingurbjörgina, en það mátti vel hafa móðgað hana, og hún þózt hafa
orðið ósvinn fyrir spaugsyrðin. En landshöfðingi hafði þann hátt á,
að liann sendi henni, þegar hann var kominn heim til bíd, silfurfingur-
hjörg, ásamt þægilegu hréfi, og þótti konunni að þvi bæði sómi og gam-
an, og hafði ánægju af að halda þessari sögu á lopti. Guörún lifði
leingi eptir þetta, og andaðist hálftíræð 1899.