Skírnir - 01.01.1923, Page 42
Gagnfræðaskóli í Reykjavík.
Undanfarið hefur eigi alllítið verið um það rætt og
deilt, hvernig haga skuli námi í skólum vorum. Sjerstök
nefnd hefur fjallað um málið og gert tillögurj fundir hafa
verið haldnir og málið sótt og varið, en þingið hefur haft
furðanlega hljótt um sig til þessa,; að visu komu tillögur
nefndarinnar fram á síðasta þingi, en málið lognaðist þá
út af og sú er trú sumra, að líkt muni fara í þetta sinn.
Um hitt hefur verið minna talað, nema þá manna á
milli og litils háttar í bæjarstjórn, að skólamál vor eru
komin í engu minna öngþveiti í öðrum efnum. .áðsókn
er orðin svo mikii að flestum eða öllum skólum hjer í
bæ og víða annarstaðar, að tii vandræða horfir vegna
húsnæðisleysis.
Einn af þeim skólum, sem svo er ástatt fyrir og hjer
skal sjerstaklega gerður að umræðuefni, er Mentaskólinn.
A honum hefur orðið sú breyting hin siðari árin, að skjótra
aðgerða þarf við, ef ekki eiga vandræði af að hljótast.
Frá upphafi og talsvert fram yfir aldamót mun nemenda-
tala þar sjaldan eða aldrei hafa farið fram úr 100, oftast
verið alllangt fyrir neðan það, og bekkir jafnan óskiftir.
Árið 1909—10 fer fyrst að bóla á breytingu í þessum
efnum og má heita, að frá þeim tíma fjölgi nemendum
nærri stöðugt, og upp á síðkastið mjög ört, og bekkjar-
■deildum að sama skapi. Fjölgun bekkjardeilda stafar af
því, að nemendafjöldi verður svo mikill í sumum bekkj-
um, að kenslustofur reynast of litlar, svo að tvískifta
verður bekkjunum. Skal hjer til vfirlits sýnt, hvernig
3