Skírnir - 01.01.1923, Side 44
Skirnir]
Gagnfræðaskóli i Eeykjavik
35
telja víst, að bekkjardeildir í skólanum þurfi að vera að
minsta kosti 15. Þá verða allir bekkir lærdómsdeildar
þriskiftir, og komast, svo að sæmilegt sje, ekki af með
minna en 9 kenslustofur. Raunar hefur til þessa verið
reynt til sparnaðar að hafa stærðfræðisdeildina með ann-
ari máladeildinni í þeim greinum, sem sameiginlegar eru
og jafnmikið kendar, en þrískifta ekki nema í þeim grein-
um, sem kendar eru misjafnt í deildunum, meira í ann-
ari en hinni. Þetta var enginn ógerningur, meðan fáir
voru nemendurnir í stærðfræðisdeild, eins og t. d. fyrsta
árið, en reynist örðugra eftir því sem nemendum fjölgar
í deildinni, og nú er þegar svo komið, að þetta fyrir-
komulag verður að telja óhafandi.
Sje nú um það spurt, hvort líkur sjeu til, að svo muni
halda áfram að vaxa aðsóknin sem verið hefur til þessa,
þá er þar til að svara, að sennilega þarf ekki til lær-
dómsdeildar fleiri kenslustofur en 9 um langt árabil, og
veldur því bæði, að nú eru tekin upp nokkru þrengri
skilyrði um inntöku í deildina og svo hitt, að nemendum
má fjölga talsvert í bekkjunum, án þess að frekar þutfi
að skifta. Til skýringar þessu skal jeg nefna dæmi: 14.
bekk voru í haust samtals 44 nemendur, þar af í mála-
deild 33 og í stærðfræðisdeild 11. Þótt nemendatala yxi
allmikið, t. d. svo að í deildunum yrðu samtals 60, mundi
mega komast af með þrjár bekkjardeildir, ef nokkurn
veginn jafnt skiftist í þær; yrðu þá 20 nemendur í hverri
bekkjardeild. Af þessu má ráða, að ekki vofir yfir sú
aukning í lærdómsdeild, er valda mundi frekati húsnæðis-
vandræðum.
Sje nú hins vegar litið á viðkomuna í gagnfræðadeild,
þá hefur aðsóknin aukist þar smátt og smátt, svo að síð-
an 1911 hafa bekkir verið tvískiftir einn eða fleiri, og nú
er svo komið, að þeir eru allir tvískiftir og svo fjölmenn-
ir (um 20 í hverri deild), að nemandatalan má ekki vaxa
að neinu ráði, svo að ekki verði óumflýjanlegt að þrí-
Bkifta bekkjum. Á þessu tímabili (1911—22) hefur nem-
andatala verið lægst 51 (1914), en hæst 118 (1922) og
3*