Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 45
36
Gagnfræðaskóli í Reykjavík.
[Skirnir
yfirleitt vaxið jöfnuœ, hröðum skrefum. Þykir mjer
mjög sennilegt og nærri fullvist, eins og síðar mun skýrt
verða, að búast megi við mjög bráðum vexti gagnfræða-
deildar á næstu árum, svo að taka verði þar upp að þrí-
eða fjórskifta bekkjum.
Setjum svo, að til lærdómsdeildar þurfi, eins og áður
er sagt, 9 kenslustofur, og að í gagnfræðadeild verði þrí-
skiftir bekkir í 9 kenslustofum, þá er engum blöðum um
það að fletta, að ekki verður komist af með minna en
18 kenslustofur til þess að fullnægja aðsókninni á næstu
árum, og trú min er sú, að ekki muni lengi við það sitja.
Kemur þá að því að athuga, hvort hafa megi svo
margar kenslustofur í Mentaskólanum eða að þar sje svo
rúmgott, að engin vandræði þurfi af að hljótast, þótt svo
fari sem hjer er ráð fyrir gert. Vantar mikið á, að
Mentaskólinn geti fullnægt þessari aðsókn; þar verða með
engu móti hafðar fleiri kenslustofur en 11—12 og er þá
svo nærri gengið, að skólinn hefur hvorki teiknistofu nje
söngstofu, hvað þá heldur sæmilega lestrarstofu handa
nemendum, sem vera inundi einhver hin þarfasta endur-
bót. Af þessu má sjá, að nú er þegar svo komið, að
skólann vantar að minsta kosti 3 kenslustofur og vænt-
anlega aðrar 3' áður en varir. Verður því ekki hjá því
komist að hugsa sjer einhver ráð til umbóta, ef menn á
annað borð láta sig nokkru skifta, hverju fram vindur,
Því að enginn ætti að þurfa að ganga þess dulinn, að ef
ekki er að gert, verður óumflýjanlegt að neita fjölda
unglinga um kenslu næstu árin, eða þangað til bót er
ráðin á þessu.
Iívað er þá til ráða?
Á alþingi er fram komið frumvarp um að gera gagn-
fræðaskólann á Akureyri að mentaskóla, og er honum
ætlað að vera fyrir Norður- og Austurland. Enn er ósjeð,
þegar þetta er ritað, hvernig þessu frumvarpi muni reiða
af, en af því að það snertir nokkuð áhugamál mitt og
sumir kynnu að halda, að með því Væri ráðin bót á vand-
kvæðum þeim, sem jeg nú hef lýst, get jeg eigi hjá því