Skírnir - 01.01.1923, Side 46
Skirnir]
Gagnfræða8kóli i Reykjavlk.
37
komÍ8t, að fara um þessa hugmynd nokkrum orðum. Jeg
skal fátt eitt um það segja, hversu hyggilegt eða gagn-
legt það mundi vera í sjálfu sjer að setja á stofn nýjan
mentaskóla. Sumir hafa tröllatrú á því, að af slíkri ráð-
stöfun raundi hljótast mikil blessun, en aðrir bera brigð-
ur á, enda má um siíkt lengi deila. En sumt er þó í
þessu máli svo Ijóst, að ekki þarf að leiða neinum getum
að því, hvað verða mundi. Af stofnun skólans mundi
fyrst og fremst leiða það, að stúdentum fjölgaði mjög;
stafar það beint af því, að mönnum yrði með þessu gert
miklu hægra fyrir að komast alla leið til stúdentsprófs.
Stendur sumum nokkur stuggur af slíkri fjölgun og telja
annað nauðsynlegra. Kunna nú raunar sumir það ráð
við þessu (t. d. Sig. skólameistari Guðmundsson í rit-
gerð, sem nú er nýkomin á prent í Morgunblaðinu), að
ákveða með lögum, hve margir stúdentar megi útskrifast
úr hvorum skóla á ári. Væri það hið mesta óhapparáð
og óframkvæmanlegt, þ\i að mikill áramunur getur verið
bæði að aðsókn og kunnáttu nemanda; vel gæti svo farið,
að 10. maðurinn í röðinni annað árið hefði litlu eða engu
lakari einkunn en fyrsti maðurinn hitt árið, og ættu allir
að geta sjeð, hve mikið órjettlæti gæti hlotist af sliku
ákvæði. — Annað atriði, sem reynast mundi allörðugt, er
kennaravalið, ef nokkuð má marka reynslu vora hjer
syðra, því að engar líkur eru til að meiri eða betri liðs-
kostur yrði að jafnaði á Akureyri en í Reykjavík. Og sum-
um kann að finnast, og liafa þeir talsvert til síns máls, að
betra sje að hlynna sæmilega að einum skóla, en að hafa
tvær ómyndir. En örðugast verður mjer að skilja, að ráð-
ist verði í þetta, sem varla getur talist til brýnustu nauð-
synja, ef fjárhagur ríkissjóðs er eins örðugur og af er
látið og fjöldi nauðsynlegustu framkvæmda verður að
bíða betri tíma. Menn hafa að vísu viljað láta í veðri
vaka, að kostnaður við þetta yrði lítill, telja að ekki
þurfi meira en eina kenslustofu og ll/2 kennara til þess
að koma öllu í kring, því að hitt, sem á vanti, bæði
kennara og húsnæði, megi fá með þvi að úthýsa nærrj