Skírnir - 01.01.1923, Page 47
38
Gagnfræðaskóli í Reykjavík.
[Skirnir
helmingi gagnfræðinga, sem alveg eins geti sótt unglinga-
skóla um land alt. Jeg tel óþarft að rökræða þessa sparn-
aðartillögu og tel óhugsanlegt, að Norðlingar uni stund-
inni lengur þessari skerðingu á gagnfræðaskólanum. Þætti
mjer líklegra, að annað mundi sagt um kostnaðinn þegar
á næstu þingum.
Eitt hið helsta atriði, sem fært er fram til stuðnings
þessu máli, er það, að efnilegum og efnalausum nemendum
yrði miklu auðveldara að stunda nám á Akureyri, og má
vera að eitthvað sje til í því, þótt það nái engri átt, að
nemandinn þurfi 1000 kr. minna þar en hjer1). Og víst
er það, að miklu nær liggur, eins og nú er ástatt, að lag-
færa þann mun með því að auka námsstyrk efnalausra
sveitapilta og t d. hjálpa þeim til þess að koma sjer upp
ódýru mötuneyti. Yiði það Jíka í alla staði rjettlátara,
því að með því móti yrðu sveitapiltar af Suður- og Vestur-
landi líka aðnjótandi hlunnindanna, en þeim er það ekki
síður nauðsyn en Norðlendingurn og Austfirðingum.
Þrátt fyrir alt þetta mætti ef til vill segja, að afsak-
anlegt væri að samþykkja frumvarpið núna, ef með því
væri ráðin bót á vandræðunum hjer syðra, ekki aðeins í
svip, heldur til frambúðar, en að svo er ekki, er þegar
nógsamlega sýnt, því að þótt skólinn kæmist á laggirnar,
bættust aðeins við 3 kenslustofur og nægir það hvorki í
bráð uje lengd.
Jeg hef áður drepið á það lauslega, að á næstu árum
eða jafnvel áratugum megi búast við, að fjölgun nemanda
í Mentaskólanum verði aðallega eða eingöngu i gagnfræða-
’) Skólameistari hyggst uð sanna, að muimrinn Rje svo rnikill, og
er sönnun hans í þrem liðum. I fyrsta lagi ber hann saman heimavist
á Aknreyri og bœjarvist í Reykjavík, sem alls ekki er sambærilegt og
verður enn fráleitara, þegar þess er gætt, að heimavistirnar mnndu
hvergi nærri hrökkva til handa hinum nýja mentaskóla. I öðru lagi
gerir hann ráö fyrir 8 mánaða námi á Akureyri, en 9 í Reykjavik. I
G ára íkóla verður þá námið 6 mánuðum styttra i öðrum skólanum en
hinum, og er furðulegt, ef þeir skólar geta talist hliðstæðir. I þriðja
lagi reiknar hann ferðakostnað til Reykjavíkur, en engan til Akureyrar,
rjett eins og flntningur þaDgað væri ókeypis.