Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 48
SkirnirJ
Gagnfræðaskóli í Reykjavik.
39
deildinni. Er það næsta eðlilegt, því að bærinn er fjöl-
mennur orðinn og ekki völ á annari almennri alþýðu-
fræðslu. Það er mikið áhyggjuefni mörgum bæjarbúum,
hversu erfitt þeim reynist að veita börnum sínum sæmi-
lega framhaldsmentun. Barnaskólinn hefur að visu gert
það, sem hann hefur getað, til þess að veita framhalds-
fræðslu þeim börnum, sem lengst komast á lögboðnum
skólaskyldualdri, en hefur, eins og eðlilegt er, engin tök
á vegna þrengsla að halda henni áfram lengur en til
fermingaraldurs. Tel jeg eins og flestir, sem ant er um
alþýðufræðslu, það mikinn galla, þvi að mjer virðist það
augljóst, að landi og þjóð er það miklu meiri nauðsyn að
efla alþýðumentun en að koraa hverjum skussanum fram
til stúdentsprófs. Að minni hyggju á ekki að leggja
nein önnur höft á almenna framhaldsmentun en þau, sem
liggja í getu- og viljaleysi nemandanna, og hver sæmileg-
ur nemandi á að geta komist til gagnfræðaprófs, eða hvers
þess prófs, hverju nafni sem það nefnist, sem talinn er
hæfilegur fullnaðargrundvöllur almennrar alþýðufræðslu.
Að neðan á að hafa dyrnar upp á gátt, ef svo má að
orði komast, en hins vegar reisa allar þær skorður, sem
nauðsynlegar teljast, gegn því að ekki leggi aðrir út á
hinn þrengri mentaveg en þeir, sem eitthvert erindi eiga
þangað. Af þessum ástæðum tel jeg miklu eðlilegra, að
gagnfræðaskóli sje hafður í sambandi við barnaskóla en
þann skóla, sem hefur það aðalverkefni að búa undir
háskólanám.
Nú er það kunnugra en frá þurfi að segja, að barna-
fræðsla bæjarins er komin í það horf, að vandræði eru að
verða úr. Skólahúsið er fyrir löngu orðið of lítið, svo að
nú verða að hýrast í því hálfu fleiri börn en því var
ætlað að taka í upphafi og kensla þeirra mjög skorin við
nögl. Auk þess er fjöldi barna, yngri og eldri, sem bæn-
um ætti að vera skylt að sjá borgið, en fá þar ekki inni,
sem ekki er heldur von. Þetta hafa menn sjeð fyrir
löngu og flestir munu hafa verið sammála um að brýna