Skírnir - 01.01.1923, Síða 51
42
Gagnfræðaskóli í Reykjavik.
[Skírnir
nauðsyn bæri til að bæta úr, ef kleift væri. En fjárhags-
ástæður bæjarins og kostnaður hefur vaxið mönnum svo
í augum, að þeim hafa fallist hendur. Nú fjölgar börn-
um á kenslureki ár frá ári og altaf þrengist kostur þeirra,
ef ekki er að gert. Við það vilja margir bæjarbúar ekki una
og eru nú að taka höndum saman um áskorun til bæjar-
stjórnar þess efnis, að bærinn láti hið bráðasta reisa skóla-
hús, er bæti úr brýnustu nauðsyninni. Húsagerðarmaður
einn hjer í bæ, hr. Þorlákur Ofeigsson, hefur gert teikn-
ingu að nýju barnaskólahúsi og kostnaðaráætlun, og af
því að sú tillaga kemur vitaskuld fram á næstunni hvort
sem er og stendur í sambandi við þær tillögur, sem jeg
hef fram að bera og orðið gætu til að ráða bót á vand-
ræðum Mentaskólans og framhaldsmentunar hjer í bæ
yfirleitt, hef jeg fengið leyfi hans til þess að birta hjer
smækkaða mynd af teikningu hans og jafnframt lýsingu
hans á húsinu og kostnaðaráætlun, sem er á þessa leið:
y>L ý s i n g.
Húsinu má skifta í þrjá hluti, vinstri bygging, hægri
bygging og miðbygging. Endabyggingarnar eru 20,2 . 17,7
m. hvor um sig. Miðbyggingin er 23,2 . 9,8 m.
Húsið er tvær hæðir og kjallari, lítið niðurgrafinn. í
kjallara verður hitavjel, baðhús, salerni, þvottahús, geymsl-
ur, íbúð umsjónarmanns og kenslustofur. Leikfimissalur er
einnig á sama gólfi, er gólfið í honum jafnhátt jörðu og
nær hann upp í gegnum næstu hæð, sem sýnd er á upp-
drættinum.
Sennilega verður húsið bygt í þrennu lagi, t. d. vinstri
bygging fyrst. í henni eru kenslustofur fyrir 285 börn.
Kostar hún 195000 kr. í miðbyggingunni eru kenslustof-
ur fyrir 237 börn. Kostar hún 125000 kr. Þar er alt rúm
ætlað kenslustofum og göngum. í hægri byggingunni eru
kenslustofur fyrir 174 börn og auk þess leikfimissalur,
söngsalur og íbúð umsjónarmanns. Kennarastofa og lækn-
isherbergi er ætlast til að verði á efstu hæð í báðum enda-
byggingunum. Hægri bygging kostar 195000 kr.