Skírnir - 01.01.1923, Side 52
8kirnir]
Gagnfræðaskóli i Reykjavik.
48
öll byggingin á þá að rúma 696 börn í einu og kost-
ar 515000 kr. Ennfremur má gera ráð fyrir, að kostnað-
or við lóðina og leikvöllinn verði um 50000 kr. Skóla-
borð og kensþiáböld eru ekki reiknuð með í þessum kostn-
aði. Ljósmál glugga í kenslustofum er hvergi minna en
fimti hluti af flatarmáli gólfsins. Hæð frá gólfi til lofts
er 3,5 m Hverju barni eru ætlaðir 6 teningsmetrar af lofti<.
Fyrir forgangsraönnum vakir, að bærinn ráðist í að
reisa nokkurn hluta af þessu skólahúsi, sem sje vinstri
hliðarálmuna, en auki svo við síðar eftir getu og þörfum.
Kostnaðaráætlunin, 200000 kr., er ekki hærri en svo, að
menn gera sjer von um, að þetta sje framkvæmanlegt á
1—2 árum, án þess að auka verulega útgjaldabyrði bæj-
armanna. Telja menn að vel megi t. d. að skaðlitlu
fresta stórfeldri gatnagerð á meðan og kostnaðinum megi
að öðru leyti vel skifta á mörg ár.
Verði nú úr þessu, sem margir gera sjer góðar vonir
nm, virðist mjer auðsætt, að það er vandalítið að ráða
bót á öllum þeim vandkvæðum, sem jeg hef lýst hjer á
undan, ef ekki brestur skilning og vilja þeirra, sem mestu
ráða um framkvæmdir. Geri jeg það að tillögu minni og
skora á þing og bæjarstjórn að taka hana til rækilegrar
yflrvegunar, að ríkið leggi bœnum það fje, t. d. á tveimur
árum, sem áœtlað er að miðhluti hússins muni kosta, alls
125—150 þúsund, eða 75 þús. hvort árið, gegn því að bœr-
inn leggi svo fram húsnœði til framhaldslcenslu alla leið til
gagnfrœðaprófs, aulc þess er hann nú ver til þeirra hluta,
eigi fœrri Jcenslustofur en níu, jafnóðum og þörf er á.
Þegar á það er litið, að óhugsandi er, að þing og
stjórn geti til lengdar smeygt því fram af sjer að ráða
bót á eifiðleikum Mentaskólans og jafnframt mundi neyð-
ast til að stuðla að þvi að framhaldsnám unglinga hjer i
bæ kæmist í viðunanlegra horf en nú er, þá tel jeg það
skyldu að gera sjer grein fyrir, hvernig best verði úr þessu
leyst og efast þá um, að fundin verði fullkomnari, hag-
feldari og umfram alt ódýrari lausn á þessu máli en sú,