Skírnir - 01.01.1923, Page 53
44
Gagnfræðaskóli í Keykjavik.
[Skírnir
sem jeg hef nú bent á. Geri menn sjer bara í hugar^
lund, hversu margfalt dýrara mundi verða að reisa sjer-
stakan gagnfræðaskóla, en að því hlyti að reka mjög bráð-
lega. I sjerstökum skóla þarf að hafa skólastjóra- og
dyravarðaribúð, leikfimissal með öllum útbúnaði og fjölda-
margt fleira, sem spara má, ef farið er að mínum ráðum..
Augsýnilegt er einnig, að mjög mikill munur yrði á rekst-
urskostnaði við það, að gagnfræðaskólinn yrði hluti úr
öðrum skóla. Jeg hef borið þetta undir húsagerðarmeist-
ara ríkisins og er hann mjer samdóma um, að sparnað-
urinn mundi afarmikill. Virðist því ekki- áhorfsmál, að
þessa leið á að fara, ef ekki verður bent á einhverja þá
meginannmarka, er þyngri yrðu á metunum en sparnað-
urinn. Tel jeg engar líkur til, að taldir verði fram nein-
ir þeir ókostir, er komist í hálfkvisti við kostina.
Tillaga mín er greinilega hagræði bæði fyrir bœinn
og rikið. Bærinn fær til viðbótar við það, sem ella mundi
vera, 9 kenslustofur, og er það sama sem 3 deildir árlega
í þriggja ára framhaldsskóla. Þar geta stundað nám að
minsta kosti 75 börn um og yfir fermingaraldur og er þá,
með því sem verða mundi í neðstu bekkjum Mentaskól-
ans, trygt, að alt að 100 börn geti á ári stundað fram-
haldsnám, í stað þess að þau verða varla fleiri en 25
næstu árin, ef menn láta sitja við sama. Ríkið leggur fram
fjárhæð, sem sist mundi hærri en sú, er það mundi verða
að veita, ef reistur yrði hjer gagnfræðaskóli af bænum
með tilstyrk ríkisins; en jafnframt ræður það bót á
vandkvæðum þeirrar mentastofnunar, sem því er einu
skylt að sjá borgið. Þá mundi mega hafa, öllum að skað-
lausu, óskifta bekki neðantil i Mentaskólanum og yrði þá
nægilegt húsrúm þar, þótt ekki leifi af. Þá yrði og í;
lófa lagið að breyta námstilhögun í Mentaskólanum eftir
þvi, sem menn hygðu best vera, því að skólinn yrði þá,
eins og hann var áður, aðallega landsskóli og engin nauð-
syn, að hann yrði beint framhald af neinum öðrum skóla.
Þó mundi hagræði að þvi, að breyta ekki fyrirkomulagi
hans meira en svo, að vel efnilegir nemendur, er stund-