Skírnir - 01.01.1923, Page 55
Ðrandur Jónsson
biskup á Hólum.
I.
í Landnámu er svo að orði kveðið, að frá Birni bunu,
hersi í Noregi sje »því nær alt stórmenni komið á Islandi*.
Ein grein þeirrar ættar nam land í Austur-Skaptafells-
sýslu. Voru þar þá, og lengi síðan, miklu frjósamari og
meiri sveitir en nú eru.
Sandfell í öræfum er landnámsjörð ættarinnar. En
áður langt leið settist ættarhöfðinginn á Svínafell í öræf-
um. Þar sitja síðan höfðingjar Skaptfellinga öldum sam-
an. Þeir bera nafn ýmist eftir átrúnaði: Freysgyðlingar,
eða eftir óðalinu: Svinfellingar.
Á síðari hluta 12. aldar bjó Sigurður Ormsson á Svína-
felli, »mikilsháttar maður af veraldarmetnaði, auðugur og
ættBtór*. (Bps. I, 280). Hann var 6. maður frá Þórði
Freysgoða og 12. maður frá Birni bunu, hvorttveggja í
beinan karllegg. Eru fræg skifti hans og Þorláks helga.
Kallaði biskup eftir staðarforráðum, en Sigurður Ijet svo
um mælt, »að norrænir menn og útlendir mega eigi játa
undan oss vorum rjettindum«. Þó fóru svo leikar, að
Sigurður Ijet undan, en annar rikari varð til að stöðva
biskup. Árið 1202 flutti Sigurður burt af Svínafelli og
tók við 8taðarforráðum á Hólum, að beiðni Guðmundar
biskupsefnis og Kolbeins Tumasonar.
Þá flytur að Svínafelli Jón Sigmundarson, bróðurson
Sigurðar. Fyrri kona Jóns var Þóra eldri, dóttir Guðmundar
gríss á Þingvöllum, systir Þóru yngri, er var síðari kona
Þorvalds í Hruna og móðir Gissurar jarls. En móðir Þórn