Skírnir - 01.01.1923, Page 56
Skírnir]
Brandur Jónsson.
47
var Solveig Jónsdóttir í Odda Loftssonar. — Síðari kona
Jóns var Halldóra Arnórsdóttir Kolbeinssonar gamla, af
Asbirningaætt. Móðir Halldóru var Guðrún Brandsdóttir
biskups á Hólum Sæmundarsonar.
Brandur Jónsson er sonur þeirra Jóns og Halldóru.
Nafnið hefir hann frá Brandi biskupi eldra. Fæðingarár
hans er ókunnugt. Þóra eldri dó 26. ág. 1203, en Jón Sig-
mundarson 14. júlí 1212. Títt var um þetta leyti að höfð-
ingjar kvonguðust fljótt aftur. Sennilesa er Brandur frera-
ur fæddur fyr en síðar á árunum 1205—12. Annálar geta
heimkomu hans úr utanför árið 1232. Er sennilegt að
hann hafi þá verið kominn nokkuð á þrítugsaldur.
Ormur yngri Svínfellingur var hálfbróðir Brands.
Hann »var vinsælastur af öllum óvigðum höfðingjum á>
Islandi í þann tíma, því að hann leiddi mest hjá sjer
allan þeirra hernað og óöld þá, er flestir þeirra vöfðust í,
en hjelt hlut sínum óskerðum fyrir öllum þeim«. Sæmund-
ur og Guðmundur voru synir Orms, og segir frá þeim í
Svínfellingasögu. Sæmundur kvæntist Ingunni dótturSturlu
Sighvatssonar.
Annar hálfbróðir Brands var Þórarinn Jónsson, en
synir hans voru Oddur og Þorvarður. Hálfsystir Brands
var Steinunn, er giftist ögmundi bónda Helgasyni í Kirkju-
bæ. — Ættir Ásbirninga og Svínfellinga voru margtengd-
ar, fram yfir það, sem áður er sagt. Þuríður, síðari kona
Sigurðar Ormssonar, var áður gift Tuma Kolbeinssyni og
móðir Kolbeins Tumasonar, en fyrri kona Sigurðar var
hálfsystir Kolbeins. — Staðar-Kolbeinn var móðurbróðir
Brands. í þá ættina eru þeir systkinasynir Brandur Jóns-
son og Brandur Kolbeinsson og þrímenningar Brandur
Jónsson og Kolbeinn ungi. En auk þess var Aldís, móðir
Kolbeins unga, föðursystir Brands Jónssonar.
Brandur Jónsson var kominn af hinum ríkustu og göfg-
ustu ættura. Hann var náskyldur og nátengdur fjölmörgum
þeim mönnum, sem mest koma við sögu Sturlungaaldar.
öðrum var hann tengdur vináttuböndura Hann var t. d.
hinn mesti vin Þorgils skarða. Likindi eru og til þess að»