Skírnir - 01.01.1923, Page 57
■■48
Brandur Jónsson.
[Skírnir
hann hafi verið lærisveinn Hails ábóta Gissurarsonar frá
Haukadal.
II.
Brandur hefur alist upp á Svínafelli, á vegum móður
-sinnar og Orms bróður síns. Hann hefir á unga
aldri notið mikillar mentunar. Hann er kallaður »einn
hinn mesti lærdómsmaður á Islandi«. Bækur þær, sem til
eru eftir hann í pýðingum bera þess vott, því að þær bera
af öðrum, enda kalla heimildir hann »mikinn atgerfismann
í hagleik og riti og hvassan í skilningi til bóknáms, svo
að um þann hlut var hann formentur flestum mönnum að
jöfnu námi<. (Bps. I, 681). Enn er það kunnugt að hann
hjelt skóla og átti þá lærisveina, er báru af öllum á sinni tíð.
Um það bil 40 árum fyrir fæðing Brands var klaust-
ur sett í Þykkvabæ í Veri. Varð þar brátt hið mesta
mentasetur. 4rin 1224—30 er þar ábóti Hallur Gissurar-
son, sonur hins alkunna fræðimanns Gissurar Hallssonar
í Haukadal. Honum er lýst svo, að hann var »góður
prestur og göfugur«. Er ekki fjarri til getið, að Brandur
hafi numið hjá honum í æsku.
Brands er fyrst getið árið 1232. Segir þá svo í kon-
ungsannál: »Útkoma Gissurar Þorvaldssonar og Brands
Jónssonar«. Rjett munu vera ummæli Finns Jónssonar
prófessors um þá utanför Brands: »den har han uden
tvivl foretaget for at studere«. (Lit. Hist. II 569). Ekki
verður vitað, hve lengi Brandur hafi verið ytra. En Hall-
ur ábóti dó 18. febr. 1230. Mætti þá ef til vil gera ráð
fyrir utanferð Brands sama vor.
Sturlunga getur Brands fyrst um mitt ár 1238. Er
hann þá nefndur prestur, og er sennilega hjá Ormi bróð-
ur sinum. Tveim árum áður hafði Magnús Guðmundar-
son gríss verið kosinn Skálholtsbiskup að Magnúsi biskupi
Gissurarsyni lifanda. Fór Magnús utan að sækja vígslu,
en fjekk ekki, og ekki heldur eftir lát Magnúsar biskups
(14. ág. 1237). Voru þá vígðir norskir menn á báða bisk-
upsstólana. En Brandur er þá settur til að gegna bisk-