Skírnir - 01.01.1923, Page 59
f>0
Brandur Jónsson.
[Skirnir
III.
Hjer verða nú sögð nokkur einstök atriði úr lífi
Brands Jónssonar. Sturlunga er vitanlega aðalheimildin.
Er Brands einkum getið, þegar alveg sjerstaklega stendur
á: Þegar verið er að semja mikilsvarðandi sættir. Hann
virðist vera nálega sá eini maður á íslandi í þann tíð,
sem allir bera íult traust til. Hann er á sinni öld hinn
mesti mannasættir á Islandi.
Dæmin eru nokkuð flokkuð eftir því sem saman eiga.
I. Árið 1253 settist Þorgils skarði á föðurleifð sina
Stað á ölduhrygg. Hrafn Oddsson bjó þá á Sauðafelli í
Dölum. Var með þeim fullur fjandskapur. Á Rauðamel
hinum ytra bjó Halldór nokkur Vilmundarson, djákni að
vígslu. Hann var njósnarruaður Hrafns um athafnir Þor-
gils »svo að Hrafn vissi síð og snemma, hvað þar var
tíðinda«. Þorgils hefir grun um þetta. Ilann ríður til
Rauðamels og vill að Ilalldór flytji til Staðar og verði
þar fyrir búi. Ilalldór neitar því. Þá rænir Þorgils kúm
hans og ám og lætur reka heim til Staðar. Halldór kær-
ir málið fyrir Hrafni. Tekur Hrafn honum ágætlega, býð-
ur honum til síu »og skal það mælt, að þessa máls skalt
rekið verða«. En þá komast þeir í málið Kolbeinsstaða-
feðgar, Ketiil og Narfi prestar, friðsamir menn og gætnir.
Þeir fá Iíalldór til að fara með málið til Brands, enda
gegndi hann þá biskupsembætti í Skálholti. Brandur
skarst í málið með rjettdæmi og skörungsskap. Hanu
ávítar Halldór og sendir hann til Staðar með brjef tili
Þorgils. Takast þá með þeim fullar sættir. En er Hrafn
spurði það, þótti honum »lítilmannlega« farið. Er vafa-
laust, að Brandi tókst í þetta sinn að koma í veg fyrir
aukin vandræði (Sturl. III, 252—53).
II. Ári síðar tókust þeir það á hendur Brandur ábóti
og Heinrekur biskup að koma á sættum um víg, er vegið
hafði Aron Iljörleifsson, hinn mikli æfintýramaður. Hjet
sá maður Sigmundur snagi, er Aron hafði vegið. Hal'ði
Sigmundur bjargað lífi Sturlu Sighvatssonar í Grímsey, er
þeir áttu þar vopnaviðskifti Aron og Sturla. Hafði Arom