Skírnir - 01.01.1923, Page 60
Skírnir]
Brandnr Jónsson.
51
grun, um að Sturla hefði síðan sett Sigmund til höfuðs
sjer. Synir Sigmundar áttu eftirmálið, en þeim ábóta og
biskupi tókst að koma á fullum sáttum. »Og eftir þetta
var Aron sáttur við alla menn á íslandi* (Sturl. IV,
204, 218).
III. Á alþingi 1262 sættust þeir Gissur Þorvaldsson
og Hrafn Oddsson um hinar miklu og mörgu sakir, er ver-
ið höfðu þeirra í milli. »Tókust þeir í hendur fyrir
kirkjudyrum á alþingi. Var þar við Sigvarður biskup og
Brandur ábóti Jónsson og Sighvatur Böðvarsson og Sturla
Þórðarson«. Þessi varð hin endanlega sætt Gissurar og
Hrafns og hjeldu vel báðir (Sturl. IV, 121, 133).
Þessi þrjú dæmi eru flokkuð sjer. Eiga þau sammerkt
um það, að þessar sættir, sem Brandur er við riðinn, bera
fullan árangur. — En þau eru undantekningar eins og
sýnt verður.
IV. Eftir fall Snorra Sturlusonar rjeðu þeir lögum
og lofum á Islandi bandamennirnir: Gissur Þorvaldsson
og Kolbeinn ungi. Var þá illa komið málum Sturlunga,
er fallnir voru þeir bræður: Sighvatur og Snorri og
flestir synir Sighvats. Orækja Snorrason og Sturla Þórð-
arson sagnaritari voru þá fyrir flokki Sturlunga. Þeir
gerðu Gissuri heimsókn, en hún bar engan árangur. Þá
fer Kolbeinn að leita um sættir, enda höfðu þeir verið í
tvöföldum mægðum hann og Orækja, og opinberlega hafði
Kolbeinn engan þátt átt í drápi Snorra. Orækja trúði
Kolbeini vel og vildi sættast. Var efnt til sáttafundar
við brú á Hvítá í Borgarfirði. Bað Orækja um, að sent
væri eftir Sigvarði biskupi og Brandi ábóta. Honum
gengur það til að fá þá tryggingu gegn griðrofum. Allir
koma til fundarins og biskup og ábóti ganga á milli. I
þeirra trausti lætur Orækja tilleiðast að ganga yfir brúna
og er þá þegar svikinn. »Biskup og Brandur ábóti
bregðast mjög reíðir við þetta og kalla hin mestu svik
við sig ger og alla þá, er hlut áttu að þessum málum«.
»Sigvarður biskup og Brandur ábóti ámæltu Gissuri mjög
um þessar málalyktir, að honum hefði illa farið«. Þeir
4*