Skírnir - 01.01.1923, Page 61
52
Brandur Jónssou.
[Skírnir
voru fullkomlega að engu virtir. Menn þeir sviknir í
óvinahendur, sem væntu trausts þeirra. Þetta var árið
1242 (Sturl. II, 370—73).
V. Næstu þrjú árin er háð harðvítugasta viðureign-
in, sem frá er sagt í Sturlungu, milli Kolbeihs unga og
Þórðar kakala. Vorið 1245 er Kolbeinn orðinn svo veik-
ur, að hann sjer fram á dauða sinn Sendi hann þá eftir
Gissuri Þorvaldssyni. Var þá efut til sætta og ríkjum
skift milli Þórðar kakala og Brands Kolbeinssonar. »Var
við þetta tal Kolbeins Brandur prestur Jónsson, er síðar
var biskup á Hólum; hann kom sunnan með Gissuri og
var systrungur Brands Kolbeinssonar*. (Sturl. III, 117).
Hefir Brandur verið kvaddur að suiman, til þess að vera
við sættir fyrir hönd náfrænda sinna. Þessar sættir urðu
allar rofnar. Ari síðar (19. apr. 1246) ljet Þórður kakali
drepa Brand Kolbeinsson á Haugsnessfundi.
VI. Stuttu eftir að Þorgils skarði kom út greiddu þeir
Hrafn Oddsson og Sturla Þórðarson aðför að honum í
Stafholti. Tóku þeir af honum það nauðungarloforð, að
hann færi með þeim gegn Gissuri Þorvaldssyni. En Þor-
gils rauf loforðið og reið norður á fund Heinreks biskups.
Nokkru síðar reið biskup suður i Borgarfjörð, til þess að
leita um sættir og stefndi þeim á fund sinn, við Amóts-
vað á Hvítá, Hrafni og Sturlu. Hann sendi og mann í
Skálholt til Brands ábóta og bað hann koma sem skjót-
ast. Brandur bregður þegar við og kemur á sáttafund-
inn. Hittust þeir þar allir. En ekkert verður úr sætt-
um. Brandur hefir ekkert annað en skapraun af förinni.
Biskup var og hætt korninn að drulcna í ánni og mælti,
»að hann mundi aldri á jafnófært vatn riða síðan«. (Sturl.
III, 242, 245-47).
VII. »Það sama vor fóru menn rnilli þeirra Gissur-
ar og Hrafns, og var leitað að koma sættum saman með
þeim og vináttu«. (Sturl. III. 251). Var um leið leitað
sætta með þeim Gissuri og Sturlu Þórðarsyni. Attu þeir
allir sáttafund á Breiðabólsstað í Vesturhópi. Gengu greió-
lega saman sættir með þeim Gissuri og Hrafni, »svá að