Skírnir - 01.01.1923, Page 62
Skirnir]
Brandur Jónsson.
58
gera skyldi Brandur ábóti« (Sturl. III, 269). Af orðum
Gissurar i brúðkaupinu á Flugumýri virðist mega draga
þá ályktun, að Brandur hafi þá verið búinn að semja
sættina. En aldrei hafa sættir reynst hörmulegra tál.
Hrafn veit fjörráð brennumanna, er hann situr brúðkaupið
á Flugumýri. Brennumenn koma á Flugumýri nálega á
hæla honum. Og þá hefst meiri fjandskapur með þeim
Gissuri en nokkurn tíma áður.
VIII. Eftir Fiugumýrarbrennu byrjar Gissur harða
ofsókn á hendui' brennumönnum. Sumarið eftir fer hann
utan, en ríkið í Skagafirði fær hann í hendur Oddi Þór-
arinssyni, bróðursyni Brands ábóta. Lenti Oddur í stór-
raælum og lagði jafnvel hendur á Heinrek biskup. Um
veturinn (1254—55) sat hann í Geldingaholti. Gerðu þeir
honum heimsókn þangað Eyjólfur ofsi og Hrafn, og drápu
hann eftir frækilega vörn (14. jan. 1255). Þorvarður
bróðir Odds stóð næstur til hefnda. Hann safnaði liði og
fór með suður í Borgarfjörð, til fundar við Þorgils skarða
og Sturlu Þórðarson. Brandur ábóti kemur og til þessa
fundar. Er hvergi í Sturlungu sagt jafn Ijóslega frá
skapferli hans. Metnaður og mannúð berjast um völdin í
brjósti hans. — Þorvarður biður þá frændur liðveislu.
Þorgils leitar ráða Brands og Brandur svarar: »Letja vil
jeg þig og alla frændur mina og vini að fara með ófriði
á annara manna sveitir«. En jafnframt segir hann,
að þeir skuli eigi halda, »að eigi forþykki mjer það
i drápi frænda míns, þar sem hann var kasaður í
urð sem melrakki eða þjófur«. Og enn segir hann:
»Hart er það að vjer skulum bera frændur vora göfga
bótalausa fvrir bóndasonum, og svo mundi þykkja Ormi
bróður mínum, ef hann lifði«. »Mjer er það bannað«,
segir hann ennfremur, »að eiga nokkurn hlut í mannráð-
um eða nokkurs kyns ófriði«. Þá er ferðin er ráðin
»kvaðst hann fullkomlega vilja letja fararinnar: man
hjer mörgum manni saklausum vera misgert í þessi ferð,
svo að ósæmilegt er að jeg leggi þar samþykki til, og
má vera að mjer kenni heiftar um suma menn, svo að