Skírnir - 01.01.1923, Page 63
54
Brandur Jónsson.
[Skírnir
jeg fái eigi allra orða gætt sem skyldi, ef jeg tala margt
til«. Skilur þar með BraDdi og þeim fjelögum. Daginn
eftir ríður hann ékaft eftir Þorgilsi, en nær honum ekki
og lætur þá skila til hans, »að hann geri sem minst rangt
jafnan saklausum mönnum«. (Sturl. IV, 13 — 20). — Gat
Brandur engu ráðið á fundi þessum. örstuttu síðar (19.
júlí 1255) var háð hin mannskæða orusta á Þveráreyrum.
IX. Á Þveráreyrum börðust þeir saman: Þorvarður
Þórarinsson, bróðurson Brands og Þorgils skarði, einhver
besti vinur hans og frændi. Þá veitti Þorgils Þorvarði
ágæta liðveislu. En hálfu þriðja ári síðar (22. jan. 1258)
sveikst Þorvarður að Þorgilsi og drap hann. Þegar loks
var sætt samin um þau mál fór sem oftar, að »Brandur
ábóti var þar til yfirsýndar«. (Sturl. IV, 106).
X. Síðast þessara dæma úr lífi Brands ábóta, en allra
átakanlegast, er sagaættar hans, Svínfellinga, eftir lát Orms
bróður hans (d. 5. sept. 1241). Sæmundur, sonur Orms,
tekur við búi og mannaforráðum á Svinafelli, en Guð-
mundur, bróðir hans, var í fóstri í Kirkjubæ á Síðu hjá
Steinunni föðursystur sinni og manni hennar ögmundi
Digur-Helgasyni. »Það fanst brátt á, er Ormur var
andaður, að ögmundur hjelt sjer vel fram um hjeraðs-
8tjórn«. Var Sæmundur þá enn ungur og óharðnaður og
því leita bændur með mál sín til ögmundar Sæmundur þol-
ir það illa, því að hann hefir ætlað sjer hið sama ríki sem
faðir hans hafði. >Sæmundur var ofsamaður mikill og
óeirinn og gerði að því engan manna mun, en ögmund-
ur var ótillátssamur og átti mikið undir sjer«. Út úr
smámáli blossar upp heiftin, sem undir býr, og verður af
fullur fjandskapur. Brandi líkar illa framkoma beggja.
Ríður Sæmundur til þings (1248) og ætlar að sækja ög-
mund til sektar. Brandur ríður og til þings og Guðmund-
ur með honum. Fyrir bænastað þeirra lætur Sæmundur
málið falla niður, »og þótti þá, sem jafnan, að Brandur
ábóti hefði sjer hinn besta lilut af deildan«. En Sæ-
raundur reið norður í land með Þórði kakala. Gekk Sæ-
mundur þá að eiga Ingunni Sturludóttur, bróðurdóttur