Skírnir - 01.01.1923, Side 64
Skirnir]
Brandur Jónsson.
55
Þórðar. Eggjaði Þórður Sæmund í málum þeirra ög-
mundar, »að hann leggi hvergi hlut sinn fyrir ögmundi,
ivað hann hvorki til skorta fjölmenni nje mægðir«. Eftir
heimkomuna nær Sæmundur Guðmundi til sin úr fóstrinu
frá ögmundi. Eftir jól 1249 fer Sæmundur með vopnað
lið til Kirkjubæjar, en ögmundur varð var við, komst í
kirkju með heimamenn sína og »ljetu út horfa spjóts-
oddana*. Onýttist því förin, en nú var Sæmundur ber
orðinn að fjörráðum við ögmund. Á alþingi næsta sækir
Sæmundur ögmund til sektar og litlu síðar háði hann
fjeránsdóm í Kirkjubæ, en ögmundur flýði heiman. Árið
eftir (1251) leitar Brandur enn um sættir. Tekur Sæ-
mundur því vel, »ef ögmundur kynni sig með hófi að
halda«. »Voru nú sett fullkomin grið milli þeirra Sæ-
mundar og ögmundar og veittar fullar trygðir, af góð-
vilja og ráðum Brands ábóta og Steinunnar húsfreyju og
Álfheiðar, móður Sæmundar«. Settist ögmundur aftur í
Kirkjubæ. Orð leikur á því fijótlega, að ekki muni ög-
mundur tryggur. Vekur Sæmundur máls á þvi við Brand,
en Brandur vildi ekki trúa. »Ábóti bað hann halda sem best
fyrir sína hönd, kvað honum það mestu varða«. Nokkru
síðar fara þeir heiman bræður, fámennir, og ætla að finna
Brand ábóta. ögmundur frjettir til ferða þeirra. Hann
vopnar heimamenn sína og fær tekið þá bræður skamt
frá garði í Kirkjubæ. »Þú skalt deyja«, segir ögmundur
við Sæmund, »og svá Guðmundur bróðir þinn«. »Gott væri
enn að iifa og vildi jeg grið, fóstri«, segir Guðmundur.
»Eigi þorum vjer nú það, fóstri minn«, svarar ögmundur.
»Voru þeir báðir af lífi teknir (13. apr. 1252) og fleiri
grimdarverk voru unnin þar á eftir. Brandur ábóti stóð
yfir grefti þeirra. A herðar hans var það lagt að gera
um mál þessi. (Sturl. III, 146—155; 161—174; 249).
IV.
Brandur Jónsson er ennfremur kunnur af bókmenta-
starfsemi sinni. Mun hann einkum hafa iðkað þá starf-
eemi í Þykkvabæ, á ábótaárunum. Eru að vísu ekki til