Skírnir - 01.01.1923, Side 65
66
Brandnr JónsBon.
[Skírnir
raörg rit nú, sem full vissa er um að hann sje höfundur
að. Með fullri vissu mun mega segja, að hann hefir þýtt.
Alexanderssögu. Segir dr. Finnur Jónsson meðal annars
um þá þýðingu: >oversættelsen eller gengivelsen er gen-
nemgaaende ganske fortrinlig og udfört i et forbavsende
rent og kraftigt sprog; det er en af de faa oversatte
sagaer, der læses til ende med ublandet fornöjelse* *. (Lit.
Hist. II, 868). Vist er það og að hann hefir þýtt Gyðingasögu,
a. m. k. fyrri hluta hennar. Um hitt eru fremur skiftar
skoðanir, hvort eigna beri Brandi síðari hlutann af Stjórn.
Dr. Guðbrandur Vigfússon leiðir mörg og þungvæg rök að
þvi, að svo muni vera (Ný Fjelagsrit XXIII) og segir þvl
næst: >Þessi islenska biblíuþýðing Brands er sú eina, sem
menn þekkja frá Norðurlöndum frá fornöld«. Guðmundur
Þorláksson magister heldur það og fremur, að Brandur sje
höfundurinn (Gyð.saga í formála bls. IX). Dr. Finnur
Jónsson er á annari skoðun. Aftur á móti álítur Finnur
Jónsson »höjst sandsynligt, at en eller flere af vore
helgensagaer hidrörer fra ham«J)
Af þessari bókmentastarfsemi Brands, má hiklaust
draga þá ályktun, að hann hafi verið vel kunnugur bók-
mentum katólsku kirkjunnar og þá um leið þeirri valda-
stefnu, sem þá var ríkjandi í kirkjunni ytra.
Enn er þess að geta, að Brandur hefur haft mjög
merkilegan skóla á klaustrinu og ef til vill líka í Skál-
holti, árin sem hann dvaldist þar. Af lærisveinum hans
þekkjum við aðeins þrjá, en það eru einmitt þeir þrír
raenn, sem langmest kveður að í íslensku kirkjunni allan
siðari hluta 13. aldarinnar, mennirnir sem hófu á ný bar-
') Ef til vill mætti giska á, að Brandur hafi haft einhver meiri
eða minni afskifti af Njálu. Dr. Finnur Jónsson segir um Njálu::
• Sagaens nuværende form, hearhejdelsen, maa være yngre end c. 1280,
men næppe ældre end midten af det 13. aarhnndrede*. Ætti að benda á
einhvern sjerstakan stað, þar sem unnið iiefði verið að því að steypa
Njálu i eina heild, er enginn sennilegri en Þykkvibær Elosa er þanu-
ig borin sagan i Njálu, aö mjög er sennilegt, að einhver Svlnfellingur
hafi stýrt pennanum. En vitanlega er þetta ekki annað en mjög laus-
leg getgáta.