Skírnir - 01.01.1923, Page 66
Skirnir]
Brandnr Jónsson.
57'
áttuna fyrir kirkjuvaldinu á Íslandí og báru sigur úr být-
nra í aðalatriðum. Þessir menn eru: Jörundur Þorsteins-
son, sem varð næsti eftirmaður Brands í biskupssæti á
Hólum, Arni Þorlálcsson (Staða-Arni), sem biskup varð i
Skálholti litlu BÍðar og Runólfur Sigmundarson, eftirmaður
Brands í ábótadæmi í Þykkvabæ, sem var öflugasta stoð
Arna biskups í staðamálunum.
V.
Katólska kirkjan hafði mjög fljótt samþýðst hinu ís-
lenska þjóðlífi. Höfðingjavaldið, sem fór með alla stjórn
Islands, tók kirkjuna að sjer. Höfðingjar og höfðingja-
synir settust í kirkjuembættin. Þetta samstarf veraldlegra
og kirkjuhöfðingja blessaðist ágætlega fystu mannsaldr-
ana. Friður og hag3æld ríkti i landi. Með áhrifavaldi
sínu og góðri samvinnu við höfðingjana gátu bislcuparnir
komið málum sínum fram og stilt til friðar. Þannig kom
Gissur biskup á tíundargreiðslu alveg ófriðarlaust. Þann-
ig tókst Þorláki Runólfssyni og Katli Þorsteinssyni með
áhrifavaldi og fortölum, á aiþingi 1121, að sætta Hafliða-
Másson og Þorgils Oddason.
Bæði um ættgöfgi, ríkidæmi. mannkosti og mentun,
hefir Brandur Jónsson verið líkur maður hinum eldri-
kirkjuhöfðingjum.
En reynsla hans verður öll önnur, eins og sýnt hefir
verið og ljóst er öllum, sem kunnugir eru sögu Sturlunga-
aldar. Sáttarof, svik og manndráp verða æ á vegi hans.
Ilann dregst inn í það hvað eftir annað að vera aðili um
að sætta. Alt er svikið. Jafnvel nánustu ættingjar hans
og vinir gerast trygðrofar og berast á banaspjótum. Fóst-
urfaðirinn þyrmir ekki fóstursyni sínum.
Hefði Brandur lifað hálfri annari öld fyr, má telja
sennilegt að hann hefði orðið Islandi líkur maður og Gissur
Isleifsson. Honum hefir verið það ljóst, að fremur öllum
mönnum öðrum var hann sjálfur arftaki hinna fyrri kirkju-
höfðingja. Honum bar því fremur öðrum skylda til að
hugsa um, hvað verða mætti til að bæta hið illa ástand í