Skírnir - 01.01.1923, Side 67
38
Brandur Jínsson.
[Skírnir
landinu. Hann var svo átakanlega á það mintur, því að
hann drógst jafnan inn í viðburðina sjálfur, eins og sýnt
hefir verið.
Honum hefir gefist nóg tóm til íhugunar um ástandið
í landinu. Þótt hann gegni um hríð biskupsembætti í
Skálholti og verði við og við að takast ferðir á hendur til
þess að semja sættir, situr hann lengstan tíma þroska-
ára sinna »áfriðstóli« heima í klaustrinu í Þykkvabæ. Hann
fæst þar við bókmentastörf. Og honum hefir hlotið að
vera það kunnugt, hvað stjettarbræður hans, kirkjuhöfð-
ingjarnir ytra, lögðu til málanna um þessar mundir, þar.
Kirkjuvaldið katólska stóð þá með hinum mesta blóma í
Norðurálfunni. Hann heldur um leið skóla á klaustrinu.
Segir svo um hann og lærisveina hans: »Þessi sami
Brandur ábóti talaði svá til sinna lærisveina, að engum
manni kallaðist hann jafnminnugum kent hafa sem Jör-
undi, sem síðar varð biskup á Hólum, en engum þeim er
jafnkostgæfinn var og jafngóðan hug lagði á nám sitt sem
Runólfur, er síðar varð ábóti í Veri, en til Arna talaði
hann svá, að hann skyldi svá marga hluti af guðlegum
ritningum, er hann þóttist varla sjá, hví svá mátti verða«.
(Bps. I, 681). Benda orð þessi á mjög náin kynni milli
Brands og þessara lærisveina hans. Og er það þá til-
viljun að þeir verða einmitt forgöngumennirnir um að
auka kirkjuvaldið á íslandi?
En aðalatriðisins skal nú getið, og er það einnig að-
altilefuið til þess, að þessi ritgjörð er skráð.
Á alþingi árið 1253 var gerð samþykt sem er mjög
merkileg í kirkjusögu Islands. Er hún prentuð meðal
annars í Fornbrjefasafninu (II, 1) og hljóðar svo:
»Það var löglega játað og fullkomlega staðfest á íslandi
að þar sem á greindi guðslög og landslög, þá skulu guðs-
lög ráða, þá er liðið var frá hingaðburði várs herra Jesú
Kristí þúsliundrað vetra og ccliij vetur«..
Það má telja fullsannað, að samþykt þessi sje gerð
einmitt þetta ár. Þótt sum ómerkari handrit árfæri hana
öðruvísi, er hún víðast árfærð til þessa árs og meðal