Skírnir - 01.01.1923, Page 68
Skírnirl
Brandur Jónsson.
59
annars í tveim ágætum skinnbókum í kristnirjetti Árna
bÍBkups er hún einnig færð til ársins 1253. Og loks er
svo sagt í Flateyjarannál við árið 1253: »lögtekið að guðs-
lög slcgldu ráða, ef á greindi og landslög«.
Þessi samþykt er einn helsti hyrningarsteinninn, er
þeir reisa á kröfur sínar um hið aukna kirkjuvald læri-
sveinar Brands ábóta. Má t. d. minna á þessi orð Staða-
Árna: »Svo viljum vjer og með engu móti þola, að heilög
kirlcja tapi }>ví frelsi, að þar greinir guðslög og landslög
ráði jafnan guðslög, eftir því sem fyrir löngu var lögtelúð
lijer í lögrjettu yfir alt vort land, með góðu samþylclci allra
landsmanna«. (Bps. I, 720).
Þessi samþykt er órækur vottur þess, að árið 1253
er einhver sá áhrifamaður uppi á Islandi, sem ætlar sjer
eitthvað með því, að láta lögtaka slika samþykt. Sá
maður hefir haft lag til þess að láta lögtaka hana há-
vaðalítið, þvi að engin saga fylgir þessari samþykt í
heimildarritunum. En sá maður hefur sjeð fram í tím-
ann, og vitað, hversu þýðingarmikil slík samþykt var um
að auka kirkjuvaldið á Islandi.
Það kemur hvergi fram í heimildarritum, hver það
sje, sem látið hefir lögtaka þessa samþykt, og jeg veit
yfirleitt ekki til þess, að nokkur maður hafi látið í Ijós
skoðun sina um það opinberlega. Það skal nú athugað
hjer, hver það muni vera.
Er þá fyrst að geta biskupanna. Skálholtsbiskup er
þá Sigvarður Þjettmarsson. Ekki getur hann hafa át.t
neinn þátt í þessu, því að hann fer utan árið 1250 og
kemur ekki aftur hingað til lands fyr en árið 1254. (Sbr.
annála). — Hólabiskup er þá Heinrekur Kársson. Það
vill að vÍ8U svo til, að hann er staddur á íslandi þetta
ár, þótt hann dveljist ekki hjer á landi nema fimm ár
þeirra þrettán, sem hann hjet að vera biskup á Islandi.
En jeg tel það öldungis víst, að Heinrekur biskup hafi
engan þátt átt í þessari samþykt. Þótt rakin sje ná-
kvæmlega saga hans, mun ekki sjást hin minsta bending
um, að hann hafi nokkurntíma látið svo lítið að koma á