Skírnir - 01.01.1923, Page 69
ÖO
Braudnr Jónsson.
[Skirnir
alþingi íslendinga. Það er nauðalítið, sem bendir í þá átt,
að sá maður hafi látið sjer kirkjumál og kristnihald ís-
lendinga nokkru skifta, þótt biskup væri að nafni. Hann
var ekkert annað en pólitiskur erendreki Hákonar kon-
ungs til íslands, »einn af traustustu verkfærum Hákonar
konungs bæði i Noregi og á Islandi*, eins og Jón Sigurðsson
segir (DI. I bls. 543), maður sem ljet alla framkoma sina
gagnvart íslenskum höfðingjum eingöngu stjórnast af því,
hvernig hann áleit þeim vilja konungs best borgið að ná
landinu undir sig (sbr. hina einkennilegu framkomu hans
sitt á hvað við Þórð kakala, Gissur, Þorgils skarða, Flugu-
mýrarbrennumenn, Hrafn Oddsson, Þorvarð Þórarinsson,
Odd Þórarinsson o. f 1.), en skeytti að öðru leyti ekkert
um það, hver voru málefni þessara manna Heinrekur
Kársson er allra manna ólíklegastur til þess að hafa átt
þátt í samþykt, sem átti að tryggja til frambúðar kirkju-
valdið á íslandi. Hann var konungsmaður, en ekki kirkju.
— Þá er því ekki til að dreifa, að þeir kirkjuhöfðingjarn-
ir, sem síðar verða, Arni, Jörundur og Runólfur, geti verið
hvatamenn þessarar samþyktar. Þeir eru þá vafalaust
lærisveinar hjá Brandi ábóta. — Þá er að leita í klaustr-
unum og í hóp helstu klerka. I engu klaustranna, nema
í Þykkvabæ, eru þeir ábótar sem nokkrir sjerstakir yfir-
burðamenn geta talist. I tveim, Þingeyra og Munka-
þverárklaustrum, eru að verða ábótaskifti um þessar
mundir. Það er yfirleitt ekki nema einn kennimaður á
íslandi, sem hægt er að láta sjer detta i hug, að standi
að þessari samþykt, maðurinn sem ber höfuð og herðar
yfir alla menn íslensku kirkjunnar á þessum tíma, og það
er Brandur Jónsson. Og einmitt þetta ár og árin 1250—
54, gegnir hann biskupsembættinu í Skálholti. Bein sögn
er að vísu ekki um það, að hann hafi verið á alþingi það
sumar, en eins og áður er að vikið, sat hann í Skálholti
einmitt þetta sumar og má þessvegna telja það nálega
víst, að hann hafi riðið til alþingis —
Af þeim rökum sem nú hafa verið nefnd dreg jeg þá
ályktun: aö Brandur Jónsson ábóti megi í raun og veru