Skírnir - 01.01.1923, Page 70
Skírnir]
Brandur Jónsson.
61
kallast faðir kirkjuvaldsins á Islandi. Má í fáum orðum
telja þau rök fram i þrem aðalatriðum:
1. Brandur Jónsson mun vera höfundur hinnar merki-
legu alþingi8samþyktar árið 1253.
2. Brandur Jónsson var sökum stöðu sinnar, ættasam-
banda og lífsreynslu, og ennfremur sökum þekkingar sinn-
ra á fyrri sögu landsins og athöfnum katólsku kirkjunnar
ytra, knúður til þess að verða forgöngumaður kirkjuvalds
'á Ialandi.
3. Brandur Jónsson var kennari þeirra þriggja manna,
sem börðust fyrir kirkjuvaldinu og unnu nálega fullan
sigur í þeirri baráttu.
Sjálfum entist honum ekki aldur til að framfylgja
þessum kenningum, er hann varð biskup á Hólum. Hann
-sat ekki nema eitt einasta ár i því embætti.
VI.
Fráleitt væri það nú á tímum að gera ráð fyrir kirkju-
■valdi á forna vísu í almennum þjóðfjelagsmálum. En
þegar kirkjuvaldið hófst í Norðuiálfunni voru kringum-
stæðurnar aðrar. Katólska kirkjan hafði þá öldum saman
verið skjöldur og skjól meginþjóða Norðurálfunnar. Hún
hafði lagt nokkrar hömlur á siðleysi höfðingjanna. Hún
hafði verið athvarf og hæli hinum kúguðu og í skjóli
hennar var helst frið að fá í glundroða þjóðflutninganna
miklu, og þvi agaleysi og stjórnleysi, sem á eftir fór lengi.
Það var kirkjunnar verk víða, að hin eyddu hjeröð
urðu aftur bygð. Það var hún sem varðveitti alt hið
æðra menningarlíf. Það var katólska kirkjan sem veitti
miklum þorra manna hina einu huggun og von, sem hægt
var að fá, er lífskjör flestra voru óþolandi. Launin, sem
hún bar úr býtum, auður og völd, voru þá og i sama
raæli mæld og afrek hennar. (Sbr. J. E. Sars: Udsigt
over den norske Historie II, 176).
Um langa hríð var það svo, að nálega öll menning
og þekking var hjá kirkjunni einni. »Ment er máttur«.
Þeir, sem best eru mentir, þeir eiga að stjórna þjóðunum.