Skírnir - 01.01.1923, Síða 71
62
Brandur Jónsson.
[Skírnir
Þessyegna er það ekki tilviljun, að sú öld líður yfir
Norðurálfuna, að katólska kirkjan fer með hið mesta vald
og hinn mesta auð. Það er rökrjett afleiðing þess ástands,
sem verið hafði og var í álfunni. En þegar auðurinn og
valdið hafði gjörspilt kirkjuhöfðingjunum, þegar kirkjan
hafði misnotað vald sitt, þegar kirkjuhöfðingjarnir höfðu
sýnt sig óhæfa til að fara með valdið, og einkurn, þegar
aðrir voru risnir upp sem betur voru »mentir« — þá var
og hitt hin rökrjetta afleiðing hinna nýju kringumstæðna:
að kirkjan misti aftur obbann bæði af valdi og auði.
A dögum Brands ábóta stendur vegur kirkjuvaldsins í
Norðurálfunni allra hæst. Glæsilegasta kirkjuþingið, sem
katólska kirkjan hefir nokkru sinni háð, heldur Inno-
centíus páfi III. í Laterankirkjunni i Róm, þegar Brandur
er um það bil 8 ára gamall. Það fellur ekki á hinn fág-
aða skjöld katólsku kirkjunnar um daga Brands. Norður
til Noregs barst ljómi kirkjuvaldsins þá, svo að mjög bar
á. A hinu sama ári og Brandur tekur við ábótadæmi í
Þykkvabæ kemur Vilhjálmu*', kardínáli páfa, norður til
Noregs til þess að kóróna Hákon konung. Má lesa það
í lýsingu Sturlu Þórðarsonar og kvæðum hans í Hákonar-
sögu, hversu rnjög mönnum hefir fundist til um þá dýrð.
Þetta biasti við Brandi ábóta utan úr heiminum.
Hinsvegar hefir hann þekt til hlítar hina einstöku
sögu, sem katólska kirkjan átti á íslandi fyrstu tvær
aldirnar. Hún hafði alveg blandað blóði við hið íslenska
þjóðlif. Goðarnir urðu prestar, en prestarnir lögsögumenn
og veraldarhöfðingjar. Iiinar sömu höfðingjaættir, sem
farið höfðu með landsstjórn, fóru áfram með kirkjustjórn
og landsstjórn. Ein einasta veruleg undantekning (Guð-
mundur góði) hafði orðið frá því, að sambúðin væri hin
ákjósanlegasta milli veraldar og kirkjuhöfðingja.
Þetta raskaðist alt á Sturlungaöld. Orsakirnar til
þess skulu hjer ekki raktar, en tvímælalaust má teJja, að
þær lágu hjá hinum veraldlegu höfðingjum fyrst og fremst.
Og það varð lifsreynsla Brands ábóta, að það, sem hann
vantaði, til þess að hann gæti fetað í fótspor fyrirrennar-