Skírnir - 01.01.1923, Page 72
Skirnir]
Brandur Jónsson.
63
anna, það var vald^að vald sem óróaseggirnir yrðu að lúta.
Fyrir honum hefur vakað endurreisn þess ástands, sem
áður var á íslandi, að nokkru leyti á nýjum grundvelli.
Staða-Árni og Jörundur biskupar og Runólfur ábóti
framkvæmdu þær hugsjónir, sem hjer hafa verið eignaðar
Brandi ábóta. Það kostaði mikla baráttu. Ef dæma á
um afleiðingarnar, má ekki taka mark á þeim baráttutíma.
I Skálholtsbiskupsdæmi verður það ekki ljóslega sjeð, því
að heimildir eru óljósar, og í annan stað liðu þar tiltölu-
lega fá ár frá dauða Staða-Árna, uns biskupsvaldið komst
í hendur útlendra manna.
En í Hólabiskupsdæmi fær íslenslrt kirkjuvald að njóta
sín dálítið lengur. Um það tímabil eru til merkar sögu-
heirnildir: saga Lárentiusar biskups og annáll síra Einars
Hafliðasonar. Eftirmaður Jörundar biskups, Auðunn rauði,
er að vísu norrænn, en hann samþýddist best allra út-
lendra biskupa íslenskum háttum. Eftir hann koma tveir
íslenskir biskupar: Lárentíus Kálfsson og Egill Eyjólfsson.
Það er glæsileg mynd, sem söguheimildirnar bregða upp
um ástandið nyrðra á þessum árum. Þar er fjörugt
mentalíf og friður og hagsæld meðal almennings. Þessi
kafli úr sögu landsins gefur ótvíræða bendingu um það,
hverjar afleiðingarnar hefðu getað orðið af kirkjuvaldi á
Islandi í höndum innlendra manna: af kirkjuvaldi sam-
kvæmt stefnu Brands ábóta.
Það voru ekki innlendar orsakir, sem ónýttu verk
Brands ábóta og lærisveina hans og gerðu kirkjuvaidið að
svipu á landið. Þegar hið nýja skipulag hefir verið reynt á
Islandi í fá ár og með góðum árangri, þá er gripið í taum-
ana utan yfir pollinn. Spillingin hefir þá fest rætur hjá
hinum erlendu kirkjuhöfðingum. Þeir tóku sjer valdið
til þess að skipa menn í hin æðstu kirkjuembætti á Islandi,
þvert ofan í fornar venjur íslenskar. Þeir selja þau em-
bætti eins og önnur. Islenska kirkjan varð vitanlega að
borga. Margir þessara útlendu biskupa voru meiri og
minni misendismenn. Og um þá nálega alla gildir það,
að þeir gátu ekki samþýðst íslenskum háttum. Þeir voru