Skírnir - 01.01.1923, Side 73
•64
Brandur JónsBon.
[Skírnir
ókunnir máli og menningu íslands. Þeir ólu enga ást í
brjósti til binnar íslensku þjóðar og kirkju. Þessvegna
hugsuðu þeir mest um það að auðga sjálfa sig, en van-
ræktu gjörsamlega það, sem höfundar kirkjuvaldsins töldu
höfuðskyldurnar, sem kirkjuvaldinu fylgdu.
í höndum íslenskra manna hefði auður og vald kirkj-
unnar getað orðið Islandi farsælt á öldunum næstu eftir
Sturlungaöld. Það má benda á þá marga, ágæta merkis-
klerka íslenska á 14. og 15. öld, sem hefðu verið liklegir
til að gæta rjettar Islands gagnvart konungi, sem og vissu-
lega hefðu notað auðinn og valdið til aukinnar innlendrar
menningar.
Þeir gátu ekki sjeð það fyrir, Brandur ábóti og læri-
sveinar hans, að hið spilta erlenda kirkjuvald gæti svo
ónýtt verk þeirra og snúið því í bölvun. Við þeim blasti
bölvun Sturiungaaldarinnar, sem þeir viidu ráða bót á.
Þeim hefir verið þunglega ámælt, mönnunum sem
reistu kirkjuvaldið á Islandi. Staða-Arni hefir jafnvel
verið talinn einhver versti og skaðlegasti íslendingur, sem
hefir lifað. Er þetta hinn mesti misskilningur á sögunni.
Hvort sem það var Brandur ábóti, um hendur lærisveina
sinna, eða þeir Staða-Árni, Jörundur og Runólfur, sem
komu á kirkjuvaldinu á Islandi, þá er engin ástæða til
að ætla, að þeim hafi gengið annað til en ættjarðarást.
Þeir hafa barist fyrir því, sem þeir voru sannfærðir um,
að landi og kristni væri fyrir bestu. Og það liggur meir
að segja mjög nærri að segja — að svo miklu leyti sem
yfirleitt er hægt að segja slíkt —■ að þeir hafi sjeð rjett.
Þeir hafi einmitt kept að því að koma á því skipulagi
um innanlandsstjórnina, sem liklegast var til að verða
landinu farsælast, eins og komið var. Þeir gátu ekki
sjeð fyrir þau óheillatíðindi, sem öldinni siðar komu
yfir pollinn.
I samræmi við það, sem nú hefur verið sagt, má setja
Brand Jónsson á bekk með hinum mestu og bestu sonum
íslands.
Tryggvi Þórhallsson.