Skírnir - 01.01.1923, Page 75
Halldór Kr. Friðriksson.
Aldarminning.
Inngangsorð.
Grísli 'Brynjólfsson segir í útgáfu sinni af Trístrams-
sögu og Möttulsögu, að sú grein bókmentanna, sem kölluð
er »minningarit« (memoires) og alment er álitin vera
frakknesk að uppruna, sje í raun rjettri afkvæmi íslenskra
íornsagna, — það er að segja, að þegar Norðmenn komu
til Frakklands, hafi þeir haft mikil áhrif á sögustíl Frakka,
•og tilfærir ýms dæmi. íslensku sögurnar munu flestar
ritaðar á tímabilinu 1150—1250, en elsti sagnaritari
Frakka, Villehardouin, ritar söguna um hertöku Mikla-
:garðs árið 1207, og er þessi saga einmitt minningarit, með
því að sagnaritarinn sjálfur tók þátt í krossferðinni og
segir frá endurminningum sjálfs síns. Af þessum stofni
spretta hinar frægu frakknesku »memoires«, og ekki ósenni-
legt, að þær eigi eitthvað skylt við ættarsögurnar íslensku.
Með fornbókmentum vorum að baki sjer ætti því ís-
lendingum að láta vel að rita minningabœJcur, en hingað
til hafa þeir gjört fremur lítið að því, og það er því eðli-
legt, að hið isl. Fræðafjelag vilji styðja að því, að þessi grein
bókmentanna megi njóta sín og verða þjóðinni til sóma.
Minningábækur eru söguleg rit, sem fjaila um marga ein-
staka menn og einstök mál, og eru því auðsuppsprettur
fyrir sagnaritara ókomins tíma og gefur því að skilja, hve
miklu máli skiftir, að þær sjeu sannorðar og nokkurn
veginn óhlutdrægar.
Jafnframt eru þær æfisaga (autobiografi) höfundarins