Skírnir - 01.01.1923, Síða 76
66
Halldór Kr. Friðriksson.
[Skirnir
sjálfs, sem sýna hans innra mann og hugsunarhátt, anda-
gift og listfengi.
Fræðafjelagið hefur gefið út tvær slíkar bækur og
hefur hin síðari, Minningabók Dr. Þorvalds Thoroddsens,
gefið mjer tilefni til að athuga, hvort það sje áreiðanlegt,.
er Bogi Th. Melsted segir í formálanum, að Dr. Þorvald-
ur Thoroddsen hafi verið »sannorðari en flestir aðrir«.
Samkvæmt því, er jeg hef hjer bent á, og enginn
mun mæla á móti, hlýtur það að verða fyrsta og sjálf-
sagðasta spurningin:
Geta íslenskir sagnaritarar treyst þvi, að hjer sje
farið með rjett mál?.
Og því næ8t:
Eru myndir þær, sem höfundurinn dregur upp af
málsmetandi og merkum mönnum, líkar þeim, eins og þeir
voru í raun og veru?
Minningabók þessi lýsir mönnum og atburðum, sem
eru í svo fersku minni, að naumast mun hætta á, að hún
sem stendur geti haft verulega þýðingu sem fræðslulindi
um þau efni. En öðru máli er að gegna þegar fram liða stund-
ir, og jeg mun nú hjer benda nokkuð á, hve óheppilega
höfundinum hefur tekist að fara með söguleg sannindi.
í mannlýsingum höfundarins kennir svo víða ómildra
dóma, að mönnum verður það fyrir að hugsa, að þessar
myndir sjeu afskræmdar.
Yfir þessa annmarka gæti andríkið breitt sinn töfra-
hjúp, en því er ekki að heilsa í þessari bók, og er óvíst, að
höfundinum sje greiði gerður með því að gefa hana út.
I formálanum gefur herra Bogi Melsted lesendunum
það heilræði, að »menn œttu að gœta þess að breyta svo^
að þeir þoli að satt sje sagt af gjörðum þeirra«, og veit
jeg, að hann muni ekki hafa sett fram þetta barnaboðorð
án þess að hugsa um, að lesendurnir mundu fyrst og:
fremst beita því gegn höfundinum og útgefendum ritsins-..
Þeir verða einnig að þola, að satt sje sagt um gjörðir
þeirra, og þeirri mótbáru, að höfundurinn sje dáinn
og virðulega eigi að tala um dána menn, svara jeg þvíj.