Skírnir - 01.01.1923, Side 77
Skirnir]
Halldór Kr. Friðriksson.
67
að faðir minn er einnig dáinn og hans minning á þvi
meiri rjett á sjer, sem hann á börn á lífi, er blessa þessa
minningu.
í minningabók Dr. Þorvalds Thoroddsens stendur á
bls. 74—77 þessi dómur um gamlan kennara hans, Hall-
dór Friðriksson:
Halldór Friðriksson kendi íslensku í öllum bekkjum, landa-
fræði og þysku. Jón Þorkelsson og Halldór voru jafnan óvinir og
töluðu mjög illa hvor um annan, og það oft svo piltar heyrðu1).
Halldór þóttist hafa orðið fyrir ranglæti, er Jóu fjekk fyrir honum
yfirkennaraembættið og síðar rektorsembættið, en Jón Þorkelsson
naut þess, að hann hafði tekið málfræðispróf við háskólann með
bestu einkunn, en Halldór hafði ekkert embættispróf tekið. Það var
að ýmsu leyti mikið spunnið í Halldór FriðriksBon, hann var mikill
kjarkmaður og starfsmaður, og óhlífinn til allra starfa og fjekkst
við margt; hann vai vinur vina sinna, og grimmur óvinum, og
var talinn ágætur heimilisfaðir, reglusamur var hann með áfengi;
þó honum þætti gott að fá sjer »kollu<í: á kvöldin, þá drakk hann
aldrei fram úr hófi. Halldór var ákaflega fastheldinn við kreddur
sínar og skoðanir, hver sem í hlut átti, einþykkur og sauðþrár, og
gengu margar sögur af því; var það haft að máltæki, er hann eitt
sinn sagði á fundi: »Eg er ekki kominn hingað til að láta sann-
færast«2 * * * * *). Halldór var oft mjög tölugur á málfundum og mis-
mælti sig stundum, svo gárungar höfðu gaman af8). Halldór hafði
‘) Öllum lærisveinum föður míns, sem jeg hef átt tal við, ber sam-
an um, að hjer sje rangt með farið, og að þótt Jón Þorkelssou kunni
nð hafa talað illa um föður minn, þá heyrðist faðir minn aldrei segja
neitt um hann við skólasveina. Prófessor Sæmundur Bjarnhjeðinsson
hefur sagt mjer ágæta sögu um það, að sambekkingar hans reyndu til
að fá föður minn til að segja eitthvað um Jón, en það mistókst algjör-
lega, þvi að faðir minn hafði aldrei samræður við lærisveina sína i kenslu-
stundum um annað en þaö, sem varðaði kensluna.
2) Eins skýr og ákveðinn maður og faðir minn fór auðvitað á fundi
til að sannfœra aðra!
8) Faðir minn hefur lagt svo mikið gott til i islenskum málum, að
jeg held það sje mjög villandi að segja, að hann hafi verið >tölugur«,
°g hvað mismælunum viðvikur, þá hefur enginn heyrt talað um þau
nema höfundurinn.
5*