Skírnir - 01.01.1923, Page 78
68
Halldór Kr. Friðriksson.
[Skírnir
helst lagt stund á íslenska málfræöi, en gutlaSi1) í mörgu og var
enginn verulegur frœðimaSur í neinu. Þegar hjer var komiS sög-
unni, var Halldór fyrir löngu hættur allri málfræSisrannsókn,
og var allur í stjórnmálum, bæjarmálum, fjárkláða, búskaparstússi
og mörgu öSru, enda var þaS orStæki sumra pilta, aS Halldór
hefSi ekki litiS í bók síðau 18482). Halldór var stjórn-
samur og hjelt hörSum aga, þar sem hann náði til, enda þorSu
piltar ekki anuaS en vera kyrlátir í stundum hans, og mjög fáir
dirfSust aS standa uppi i hárinu á honum; en þegar hann hafSi
snúiS bakinu við, var virSingin öllu minni3). ÞaS bar t. d.
stundum við, aS allur bekkurinn jarmaSi þegar Halldór var
kominn út. Halldór var eins og kunnugt er nafnfrægur
kláSakongur og barSist með vanalegum dugnaSi og harð-
neskju móti niSurskurSi. Atti hann jafnan kindur í Eeykjavík
og geymdi þær í húsi rjett viS íbúSarhús sitt, hirti þær og
stundaSi aS öllu leyti sjálfur, þótti því ekki altaf sem hreinleg-
astur þegar hann kom í kenslustundir, ogsögSust piltar oft
sjá hey i hári hans, sem var mikiS og úfiS. Auknefni
þaS, sem hann hafSi, mun hafa verið dregiS af þessum hreinlætis-
bresti4). Halldór var hinn eini af kennuruuum, sem barSi pilta, þegar
þ Mjög óviðfeldið orð um rnann, er fyrstur hefnr samið íslenzkar
ritreglur, málfræði og Islandslýsingn, sem höfundurinn auðsjáanlega
hefur lært mikið af og liaft gagn af, þegar hann síðar samdi sína ís-
landslýsingu.
2) Faðir minn fjekst við visnaskýringar alt til dauðadags og má af
þvi hest sjá, hvort hann hugsaði ekki um íslenskt mál og málfræði, og
hvað zorbtœki sumra pilta« víðvikur, þá er það næsta ótrúlegt, að
nokkur piltur, er þekti hann, gæti látið sjer slíkt um munn fara, því
jeg hygg, að enginn af þeim mörgu skólapiltnm, sem komu á heimili
hans, hafi nokkurntima sjeð hann nema með bók eða penna í hendi.
3) Að skólasveinar einungis hafi haft þrælsótta af föður minum,
en enga virðingu borið fyrir honum, kemur mjög illa heim við þau
ávörp og mörgu brjef, sem hann fjekk frá eldri og yngri lærisveinum
sinum, þegar hann hafði verið 40 ár kennari við hinn lærða skóla.
4) Samkvæmt formálanum er minningaritið samið á árunum 1911 —
1920, það er þvi fullum 40 árum(!) eftir að »piltar sögðust oft sjá
hey i hári hans«, að höfundurinn gjörir svo lítið úr sjer, að hafa eftir
jafnómerkileg og vitanlega rakalaus glensmæli. Sýnir það Ijóslega, hve
smásmuglega alt hefur verið tint til, er höf. ætlaði að mætti vera til
minkunnar þessum kennara hans, sem mjer vitanlega aldrei lagði stein
í götu hans. Annars mætti það sýnast kominn timi til, að sýna fram