Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 79
Skirnir]
Halldór Kr. Eriðrikaaon.
69
honum mislíkaði við þá, og var honum framan af mjög laus höndin,
seinna lagði haun það að mestu leyti niður, nema þegar hann reiddist
svo, að hann ekki rjeð sjer. Eitt sinn kom Ole Schulesen skóla-
piltur of seint til morgunbæna, en Jón Árnason átti að athuga
slíkar yfirsjónir og nótera fyrir. I það sinn var Halldór við bæn-
ir, og er þeim var lokið, gengur hann niður úr kennarastólnum og
segir með miklum þykkjusvip: »Hvað tafði þig Oli?« Oli svar-
ar: »Jeg ætla að segja Jóni Arnasyni það?« Þá var ekki að sök-
um að spyrja, Halldór rjettir honum kinnhest, en Oli bar af sjer,
og svo hvern af öðrum, en Halldór kom engu höggi á sökudólginn,
en piltar stóbu alt í kring. Um leið og höggin riðu að, segir Óli
ofurstillilega: »Verið þjer ekki svona reiður Fridriksen, þjer verðið
þá svo ljótur í framan«. Þetta jók ekki virðingu keuuarans, en Óli
óx eðlilega í augum skólabræðra sinna1).
Halldór gekk ríkt eftir að menn lærðu hina íslensku málfræði
orðrjett, kenslan var eingöngu innifalin í yfirheyrslu, en bókin
ákaflega ill yfirferðar og leiðinleg. Sömu aðferðina hafði bann í
þýsku, málfræðina átti að þaullesast, og allar romsur og undan-
tekningar átti maður að kunna utan að og þylja eins þegar
spurt var út úr lesmáli; ekki var gerð minsta tilraun til þess
að æfa sig í að tala eða rita, og aldrei gjörður stíll2); fram-
burður Halldórs á þýskunni var líka slæmur. I efsta bekk kendi
Halldór um tíma ensku, sem hann mjög lítið kunni í, og má geta
uærri, hvernig framburðurinn var á því máli. I landafræði kunni
á, hve lítið þakklæti faðir minn hefnr fengið fyrir hina miklu og góðu
baráttu, sem hann barðist fyrir einum helsta atvinnuvegi landsins og
ómaklegt, að enn á 20. öldinni skulu menn leyfa sjer að uppnefna hann
og hæða fyrir það. Jeg mun því víkja sjerstaklega að kláðamálinu
siðar, bæði vegna þess, að Dr. Þ. Thoroddsen lætur í veðri vaka, að
faðir minn hafi verið vondur við þá bræður vegna þess, að faöir þeirra
orti um hann niðvísur, sem þótt hefur sæma, að láta prýða kvæðabók
Jóns Thorddsens, en einnig vegna þess, að annað minningarit, sem út
kom á síðasta ári, reynir að halda á lofti uppnefni og óhróðri um föð-
ur minn í sambandi við þetta mál.
') Þó að þessi langa saga beri sjálf með sjer, að hið sanna sje
eitthvað úr lagi fært, þá er hitt ekki ósennilegt, að lærisveinn þessi,
sem ekki náði fullorðinsaldri, hafi getað gjört kennara sínum gramt í
geði, þvi að hann var að vitnisburði skólabræðra sinna i uppvextinum
einn hinn ódælasti og pöróttasti piltnr.
2) Kenslunni var auðvitað hagað eftir reglugjörð skólans.