Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 80
70
Halldór Kr. Friðriksson.
[Skirnir
Halldór eigi meira en meðalpiltur, og var kenslan í þeirri grein af
leit, eintómur þululærdómur og ekkert annað1).
Halldór var ótrauður, þóttist fær tll alls og geta kent hverja
grein, sem var, enda var sjálfsálitið með afbrigðum og óbilandi,
hvernig sem á stóð. Halldór var mjer ekki góður, hafði fengið
einhverja(sicl) ýmugust á mjer, af hvaða orsökum veit jeg ekki og lagði
mig i einelti, og var hann hinn eini kennari, sem jeg fann að var
hlutdrægur við mig2). Jeg var ónæmur á allan þululærdóm, enda
mjög óþroskaður í hinum neðri bekkjum og stóð mig stundum
hálfilla hjá Halldóri, gat ekki þulið romsurnar eins reiprennandi
eins og hann vildi; þó var jeg alls ekki illa að mjer í þeim grein-
um, er hann kendi; íslenska, þýska og landafræði hafa jafnan ver
ið uppáhald mitt fyr og síðar. Það var kenlsuaðferð Halldórs, sem
var öfug og ónýt, en það skildi hann eðlilega ekki, og að laga sig
eftir einstaklingseðli lærisvelna, eða nokkurra annara manna lá alveg
fyrir utan sjóndeildarhring Halldórs Friðrikssonar3). Hann Ijet sjer
J) Höfundurinn virðist gleyma, að latinuskólar aru aðeins undir-
búningsskólar undir frekara nám, þar sem áhersla er lögð á að kenna
undirst'ööuatriti til að byggja ofan á. Grrundvöllur allrar málakenslu
hlýtur að vera málfrœðin með óhjákvæmilegnm j>þululærdómi«, og
beinagrindin í landafræöinni eru ótal nöfn,' sem verða að lærast ntan-
bókar. Hvað kunnáttu og kennarakæfileika föður míns viðvíkur, þá
á hann enn svo marga lærisveina á lifi, að auðvelt er að hrekja þessi
ummæli eins þeirra og sjálfsagt að gjöra það meðan þeirra nýtur við.
2) Allir þeir skólabræður Dr. Dorvalds, sem jeg hef átt tal við,
fullvissa mig um, að þessi ofsókn og hlutdrægni, sem hann þykist hafa
oröið fyrir, muni vera heilaspuni tómur, enda vita allir, sem þekt hafa
föður minn, að það er óhugsandi, að hann hafi lagt nokkurn skóla-
svein í einelti(I).
3) Ef kensluaðferð föður mins <’ar öfug og ónýt, þá má furðu
gegna, að einmitt þær greinar, er faðir minn kendi, skyldu verða
uppáhald höfundarins, því að allir vita að unglingar fá óbeit á þeim
námsgreinnm, sem ónýtur og leiðinlegur kennari veitir þeim tilsögn í,
og það þvi meir, því óþroskaðri sem nemandinn er. En Dr. Þorvaldur
segir einmitt frá þvi sjálfur, hvað hann hafi veriö »óþroskaður mestalla
sina skólatíð« og »hyskinn við skólafögin«. Það liggur þvi mjög nærri
að álykta, að íslenska, þýska og landafrœði hafi orðið hnoum hngð-
næmar af því að hann, eins og flestir skólasveinar, komst ekki undan að
jæra þessar námsgreinar, sem faðir minn kendi, og fjekk í þeim svo
góða undirstöðu, að hann altaf bjó að því. Ef litið er í próftöflu lærða
skólans, þegar Dr. Þorvaldur útskrifaðist þaðan, þá sjest það, að hann