Skírnir - 01.01.1923, Side 81
Skírnir]
Halldór Kr. Friðriksson.
71
oft um munn fara, að úr mjer yrði aldrei maður. Yfirleitt var
Halldór mjög stirður við okkur bræður, nema við Skúla1). Hvort
óvináttan við föður okkar hefur ráðið hjer nokkru um, læt jeg ósagt.
Svo mörg eru nú þessi orð. Jeg hef tekið þau öll
upp, til þess að ekki yrði sagt, að jeg taki ummæli rifin
út úr rjettu samhengi; en líka vegna hins, að óvíst er,
að allir lesendur »Skírnis« hafi lesið minningabókina, og
þá er þetta gott sýnishorn af efni og stílsmáta hennar. —
Hinn 19. d. nóvemberm. 1919 var hundrað ára af-
mæli föður mins. Jeg var langt frá fósturjörðinni á
þessum degi og harmaði jeg, að áform mitt um að semja
lítið minningarit, sem út átti að koma á þeim degi, hefði
farist fyrir, en mjer datt ekkí í hug, að hans mikla starf
i þarfir lands og lýðs væri svo fljótt gleymt, að ekki eitt
einasta íslenskt blað eða timarit skyldi minnast hans á
þeim degi. Svo var nú samt. Hinn einasti sveigur, sem
síðan hefur verið lagður á leiði föður míns er hin ofan-
skráða fallega grein. Þeir menn, sem höfðu lofað mjer
greinum i minningarit þetta, eru allir látnir (landshófðingi
M. Stephensen, Tryggvi Gunnarsson, Pálmí Pálsson o. fl.),
að undanteknum herra bókaverði Jóni Jacobsyni. En
fyrst mjer tókst ekki að sýna ræktarsemi mína við elsk-
aðan föður á minningardegi hans, þá hefur mjer verið
það Ijúf skylda eftir útkomu þessa rits, að leita um-
;sagna nokkura merkra lærisveina hans, og er það rúmsins
vegna, að ekki eru þeir fleiri. Því undartekningarlítið
munu lærisveinar föður míns hafa haft mætur á honum
eimnitt fær bestu vitnisburðina í þeim greinum, sem faðir minn hafði
kent honum. í landafræði ágætlega, í þýsku dável, í ÍBlensku vel; en i
grísku fær hann laklega, i trúfræði laklega, í rúmmálsfræði iUa o. s. frv.
Þessir vitnirburðir sýna betur en alt annað, bve miklum kennarahæfi-
leikum faðir minn var gæddur og eins hitt, hve mikil fjarstæða það er,
að hann hafi verið hlutdrægur við þennan lærisvein.
') Hversvegna var Skúli undantekning? Hann var þó einnig
sonur þess manns, er niðvisurnar hafði ort. Jeg hef útt tal við ýmsa
bekkjarbræður Þórðar læknis Thoroddsens og einnig Sigurðar Thor-
•oddsens, kennara við mentaskólann, og ber þeim öllum saman um, að
,þeir hafi aldrei orðið varir við neina hlutdrægni gagnvart þeim hræðrum-