Skírnir - 01.01.1923, Síða 82
72
Halldór Kr. Friðriksson.
]Skirnir
og borið virðingu fyrir honum, eftir að þeir voru orðnir
menn og skyldu til fulls, að hann hafði aldrei annað en
velferð þeirra sjálfra fyrir augum, þegar hann vandaði
um við þá.
Er það aðalefni þessarar greinar, að birta ummæli
þessara manna, sem jeg hjermeð votta innilega þökk fyr-
ir, að þeir hafa fúslega viljað styðja að því, að sannleik-
anum yrði ekki um of misboðið.
Herra ráðherra Klemens Jónsson hefur leyft mjer að
birta eftirfarandi línur:
VoriS 1911 hripaði jeg niður ýmsar endurminningar frá skóla-
árum mítium og um leið lýsingu á kennurum mínum. Um yfir-
kennara Halldór Kr. Friðriksson bef jeg skrifað þetta:
Halldór hafði mörgum störfum að gegna, því að hann gekk í alt
með mesta dugnaði og atorku, hafði því lítinn tíma til að búa sig
undir kenBluna og fylgdi líklega ekki vel með, en það sem hann
kunni, og það var mikið, barði hann inn í okkur; jeg hef mikið'
af honum lært og tel hann með mínum bestu kennurum. Hann hjelt
bestum aga af kennurunum, en fremur hræddust piltar hann en-
elskuðu.
Þessa lýsingu stend jeg enn við, að sje sönn, og skal til skýr-
ingar geta þess, að t. a. m. í ensku hafði jeg 4 kennara, Steingrím,
sjera Matthías, Jón Sveinsson og Halldór. Hann kunni vafalalaust
verst ensku af þessum kennurum og framburð kunni hann ekki;
en þó lærði jeg langmest hjá honum. Mjer liggur við að fullyrða,.
að það sem jeg lærði í ensku í skóla, hafi jeg iært af honum.
Halldór var sá eini af kennurunum, sem gerði verulegan mun
á kenslunni eftir þroskastigi pilta. KenBlan í efri bekkjunum var
alt önnur, yfirgripsmeiri og fullkomnari en í neðri bekkjunum.
Þar heimtaði hann t. a. m. að piltar lærðu utanbókar og
þyldu upp heilar romsur af undantekningarorðum í þýsku gramma-
tíkinni, en þegar þýska varð við breyting á reglugjörðinni 1877
fyrst kend í 5. bekk, datt honum ekki í hug að heimta slíkan ut-
anaðlærdóm. Hann var ógætur þýskukennari og ytir höfuð einn
af mínum bestu kennurum, eins og jeg þegar hef tekiö fram.
Þorleifur yfirkennari Bjarnason skrifar á þessa
leið um föður minn: