Skírnir - 01.01.1923, Side 83
Skirnir]
Halldór Kr. Eriðriksson.
73-
Halldór yfirkennari Friðriksson kendi árin 1878—84, er jeg var
í skóla, íslensku, dönsku og þýsku. Hann var einkar ötull og skyldu-
rækinn kennari, er gekk ríkt eftir, að vjer nemendur ræktum námið
vel og hegðuðum oss bæði innan skólans og utan, svo sem mentuðum
mönnum sæmdi. Hann var skilningsskarpur maður og athugull og
komu þeir eiginlegleikar honum í góðar þarfir við kensluna, því að
þótt sumum þætti hann á stundum helst til eftirgangssamur, kunni
hann vel að greina meginatriöi frá aukaatriðum. Við slæpinga og
letingja var hann ekki ósjaldan aðfinningasamur og þungorður, því
að hann var maður örlyndur og hataði leti og ómensku. En yrði
hann þess var, að þeir hinir sömu vildu bæta ráð sitt og taka sjer
fram, gat hann verið þeim góður og alúðlegur. Komust þá sumir
þeirra að raun um, að undir hinu harðlega yfirbragði öldurmanns-
ins bjó þrek og raungæði. Mörgum nemendum reyndist hann eink-
ar vel, ekki að eins meðan þeir voru í skóla, heldur einnig eftir að
þeir voru farnir úr skóla. Ætla jeg, að ekki sje ofmælt, að all-
flestir nemendur, sem manntak var í og meta kunnu sannan dugnað
og skyldurækni, hafi við burtför sfna úr skóla borðið hlýjan hug
til gamla mannsins.
Dr. Jón Þorkelsson segir í Andvara 1903:
Kennarastarf Halldórs við latínuskólann var þegar alls er
gætt í alla staði hið merkilegasta. Hann Ijet sjer jafnant um að
kenna vel það, sem hann kendi, og að balda aga í kenslustundun-
um......... í fræðigreinum þeim, sem Halldór kendi í skólanum
— en það var framan af landafræði, danska, og alla tíð þýska og
fslenska, auk annars floira eftir því, sem á stóð — ljet hann sjer
ant um það, að kenslubækurnar væru á íslensku, en það var ekki
í annað hús að venda en að búa þær til, því að enginn slík skóla-
kenslubók mátti heita að væri til þegar Halldór kom að skólan-
um. Hafði Halldór ekki margar sveiflur á því, heldur samdi á
fyrstu árum sínum kenslubrekur í öllum þeim greinum, er hann
kendi að staðaldri o. s. frv.
Og í brjefi til raín 26. janúar í ár segir hann:
Faðir yðar er einhver besti kennari sem jeg hefi nokkurntíma
haft. Þetta megið þjer eftir mjer hafa, hvar sem þjer viljið.
Þá hefir yflrbókavörður Jón Jacobson sent mjer þessi
minningarorð:
»UndarIegt er stríð lífstunda«.