Skírnir - 01.01.1923, Síða 84
'74
Halldór Kr. Friðriksson.
fSkirnir
Svo kvað hann aldamótamaSurinn vitri undir andlátið (1727).
Það vakti þá fyrir honum, þegar hann starði út í liðið lff,
hve líf er stopult og gleðisnautt, ef ekki er nœgur kraftur inni
fyrir til að bera strit þess og nægileg vinnugleði og hugsana til
að búa til sól úr dimmviðri og sorg.
Annar aldamótamaður (19. og 20.) var Halldór sálugi Kristján
í'riðriksson.
Margt var þeim manni vel gefið. En best gjöfin — og það
•var vöggugjöf — heilbrigð skynsemi, samfara feikna krafti og
vinnugleði og starfsþrek með afbrigðum.
Mjer fjell það afar illa, að lesa frá mætum, nylátnum manni
orð f hans garð, sem voru gersamlega ómakleg í alla staði. Jeg
bygg, að enginn maður á Islandi nema yfirkennarinn sálugi hefði
borið þá byrði, sem hann bar fyrir rjetta hugsun og gott málefni
f kláðafaraldrinu mikla. Jón Sigurðsson var gugnaður, Tscherning
var f 300 mílna fjarlægð, landlæknirinn var hættur að tala, Hall-
dór stóð einn með heilbrigða skynsemi að bakhjarli og sagði: S>Þaö
er óleyfilegt fyrir fátæka og fámenna þjöð að drepa niður bústofn
sinn, þegar mögulegt er að lækna hann«. Einn hjelt hann áfrara
rjettri hugsun, var skammaður og svfvirtur þegar hann var að
vinna landi sínu ómetanlegt gagn.
Hann kom oft til mín þau 4:/3 ár, sem jeg bjó f Landakoti.
Eitt kvöld sagði hann við mig: »Jeg nóteraði einu sinni pilt
skömmu eftir. að jeg var kominn að latínuskólanum, en hjet því
sjálfum mjer, að slíkt skyldi jeg aldrei oftar gjöra. Ungir drengir
gleyma löðrungi, en nótum gleyma þeir ekki«.
Faðir minn, tveimur árum yugri en yfirkennarinn, var góð-
vinur hans, trygðln og trúfestin var Halldóri sáluga svo meðfædd,
að hann vildi ekki og gat ekki skift um vini. Eftir fyrsta árið,
sem hann kendi í latínuskólanum, sendur af Konráði Gíslasyni um
stundarsakir, sagði Sveiubjörn skólameistari Egilsson við föður
minn: »Þennan mann má skólinn ekki missa, í honum eru af-
bragðs kennarahæfileikar«. En Sveinbjörn vissi ekki þá það, sem
vjer lærisveinar hans vitum nú, að það var f honum annað meira
en góður kennari, hann var fæddur skólameistari, og þá stöðu fjekk
hanu aldrei.
Aldrei sá jeg kennarann minn elskulega ganga með vetlinga
á höndum, hann hlífði aldrei líkama nje sál, og enda jeg nú þessi
-fáu orð með þeirri ósk, að föðurlandið eignist aldrei verri syni.
iÞá er öllu borgið.