Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 85
Skirnir]
Halldór Kr. Friðriksson.
76
Prófessor Sæmundi Bjarnhjeðinssyni farast svo orð:
Jeg mun ætíð minnast yfirkennara míns frá námsárunum í lat-
i'nuskólanum, Halldórs heitins Friðrikssonar, sem ágætiskennara í
þeim námsgreinum, sem hann kendi okkur, íslenBku, þýsku og dönsku.
Hann gjörði sjer far um með sinni alkunnu elju og samviskusemi
að veita okkur undirstöðuþekkingu í þessum málum, sem við svo
frekara gætum bygt á, og sem tryggastan grundvöll taldi hann,
eins og flestir meðkennarar hans á þeim tíma, að sæmileg mál-
fræðisþekking væri. Út fyrir Danmörku fóru á þeim tíma fáir ís-
leuskir námsmenn, svo að eigi var þá lögð svo mikil áhersla á að æfa
mann mikið í framburði stórþjóðamálanna. Við stílagjörð og rit-
gjörðir á íslensku heimtaði hann festu og var það lögmál, sem við
urðum að fylgja. Vafalaust. holt fyrir óþroskaða unglinga.
Halldór Friðriksson var að vísu nokkuð strangur, ef um
óspekt eða óknytti var að ræða og sópaði þá allmikið að honum.
Einkum kvað að þessu í neðri bekkjunum, en vægari og vægari varð
faann eftir því sem við færðumst ofar í skólanum og þroskuðumst.
Enda leyfðu eigi margir sjer að sýna honum mótþróa.
Halldór Friðriksson unni skólanum heitt, bar heill hans og
pilta fyrir brjósti og tók það afarsárt, ef einhver gjörði sig sekan
í einhverju vansæmandi. Hann var trygðartröll við þá sem leituðu
faans og hollari ráðgjafa var naumast hægt að fá, þegar piltar
sneru sjer þangað í vandræðum sínum.
H. Kr. Friðriksson hafði snúist i mörgu á sinni löngu æfi,
þekti menn og mál flestum íremur. Hann var laus við alla smá-
munasemi, hafði lært að taka hlutina praktiskt og var fareinn og
beinn. Hann hafði óefað flesta þá eiginlegleika, sem góður skóla-
stjóri þarf að hafa.
Prófasturinn í Görðum, sjera Árni Björnsson:
Með mikilli virðingu minnist jeg jafnan frá mínum skólaárum
minna kæru og góðu kennara. Meðal þeirra var yfirkennari Hall-
dór sálugi Friðriksson. Við hann hafði jeg talsvert saman að sælda
umfram hiua kennarana, þar sem hann var fjárhaldsmaður minn
allan skólatímann. Vorum við um og yfir 20 sveinar í fjárhaldi
hjá honum. Hefi jeg oft síðan dáðst að því í huga mínum, hve
ógætlega honum fórst fjárhaldsstarfið úr hendi og hve fast hann
mnrætti oss piltum anda sparseminnar og reglusemiunar. Sem
kennari var hann sjerlega duglegur og laginu á það, að ganga
fast eftir því, að þær greinar, sem hann kendi, væru lesnar. Taldi