Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 86
76
Halldór Kr. Friðriksson.
[Skirnir
jeg hann því ætíð með mínum beetu kennurum, og lærði meira
og betur bjá honum en flestum hinna. I öllu kom hann fram við
088 pilta, að því er jeg til vissi, með fylsta drenglyndi og sem ráð-
hollur vinur, enda var hann maður með afbrigðum hreinlyndur og
hispurslaus.
Sjera Þorvaldur Jakobsson:
Ærið lengi heflr dregiat að andmæla óhróðri þeim um JdLall-
dór yfirkennara FriðrikBson, sem færður hefir verið í letur að hon-
um látnum. Sá dráttur kann að stafa af hlífð við að ganga
berhögg við minningu annars látins manns, uafnfrægs, sem fremst
hefir gengið fram í að ófrægja minningu Halldórs yfirkennara. En
mjer getur eigi skilist að fyrir þá sök eina, að maðurinn er látinn,.
hvíli só helgi yfir ummælum hans og dómum, að eigi megi raska
þeim. Ósannindi og ósanngirni eiga aldrei neinn rjett á sjer.
I æfisögu Pjeturs biskups var að óþörfu varpað hnjóðsyrðum
að minningu Halldórs yfirkennara Friðrikssonar og í minningabók
dr. Þorvalds Thoroddsens er nú önnur grjótflaugin látin ríða öllu
óvægilegar að kumli hans.
Meðan Halldór yfirkennari var lífs, gjörðist þess eigi þörf, að
skildi væri haldið fyrir hann, en svo margir stöndum vjer uppi
enn, lærisveinar hans, — þótt óðum fækki, — að vjer mættum, svo
sem skylt er og maklegt, skara skjöldum um minningu hans til
varnar gegn árásum missögulla óvildarmanna hans.
Minningabókin beudlar Halldór Friðriksson við róg og bak-
mælgi. Meiri fjarstæðu get jeg ekki hugsað mjer. Hann var of
hreinskilinu og einarður maður til að vega með rógi og bakmælgi
að óvinum sínum.
Aldrei heyrði jeg hann leggja neinum lastyrði til á bak, hvorki
Jóni skólastjóra Þorkelssyni nje öðrum. En einu sinni barst hon-
um í brjefi nafnlaus níðkviðlingur um andstæðiug hans. Óðar en
hann hafði opnað brjefið og sjeð, hvers lcyns var, stakk hann því
orðalaust í ofninn. Við þessa sögu munu margir kannast og játa,
að þetta var eftir manninum.
Höfundur endurminningabókarinnar neitar því ekki — (þakka
skyldi!) — að Halldór Friðrikssoti hafi haft lag á að láta skóla-
sveina hlyða sjer, en höf. bætir svo við: »Þegar hann hafði snúið'
bakinu við var virðingin öllu minni«, o. s. frv. Mjer er ekki unnt
að samrýma þetta við þá skoðun, sem skólasveinar höfðu alment á
yfirkentiaranum, meðan jeg var í skóla. Einmitt til hans var borið'