Skírnir - 01.01.1923, Side 88
78
Halldór Kr. Friðriksson.
[Skirnir
Þorsteinn ritstjóri Gíslason:
Mjer fór eina og jeg veit að mörgum fleiri hefur farið, að-
mjer sárnaði, er jeg sá kastað r/rð á minningu Halldórs heitins
Friðrikssonar í nýlega útkomnu riti eftir einn af merkismönnum
þessa lands. Jeg tel Halidór Friðriksson hafa verið mjög svo nýt-
an mann í kennarastöðu. Hann gekk ríkt eftir, að lærisveinar
hans læsu þær námsgreinar, sem hann kendi og honum tókst
furðuvel að hamra inn í þá þeim kenningum, sem hann lagði mesta
áherslu á, svo að ritmál skólagenginna manna ber um langt skeið
menjar íslenskukenslu Halldórs Friðrikssonar, og það á þann veg,
að betur væri, ef þeim grundvelli, sem hann hafði lagt þar, hefði
aldrei verið raskað. Þegar jeg kom í skóla, var hann orðinn gam-
all maður, kominn undir sjötugt, en var enn hraustur og ósvektur
bæði til sálar og líkama. Skyldurækinn var hann, svo sem best
mátti verða og samviskusamur. Hann var oft hastur í viðmóti, og
það leyndi sjer ekki, að hann var bráður í lund. En þegar hon-
um mislíkaði við einhvern af lærisveiuum sínum, gerði hann við-
stöðulaust upp sakirnar, og svo var því máli lokið. Þeim sem til
hans leituðu reyndist hann vel, og var þá hinu alúðlegasti. Við-
engum af kennurum mínum í skóla fjell mjer betur en við Hall-
dór Friðriksson, og jeg man ekki til þess, að mjer væri kunnugt
um, að nokkur af samtíðarmönnum minum í skóla bæri kala til
hans. Yfirhöfuð tel jeg Halldór Friðriksson hafa verið mikilhæfan
mann bæði í kennarastarfi sínu og þjóðmálastarfi, og jeg mun
jafnan geyma minningu hans í heiðri.
Á bls. 97 í minningabókmm minnist Dr. Þ. Thorodd-
sen á Dr. James Bryce, lávarð, sem hann segist hafa hitt
í Lundúnum. Mjer mundi ekki þykja ólíklegt, að Dr.
Bryce hefði minst á föður minn við hann, því það gjörði
hann við flesta íslendinga, sem hann hitti, og hefir Dr.
Jón Stefánsson sagt mjer, að hann hefði aldrei þreytst á,
að dást að kenslu föður mins, en faðir minn kendi honum
og tveimur öðrum frægum Englendingum íslensku árið
1873, að jeg held. Þennan merkismann hitti jeg í Lund-
únum 1917 í samkvæmi í The Viking Club. Dr. Jón
Stefánsson hafði mælst til að jeg kæmi, því að hann sagði,
að Dr. Bryce langaði til að sjá dóttur Halldórs Friðriks--
sonar, sem hann altaf mintist með mestu alúð. Dr..